Þjáningar karlmannsins Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. desember 2015 07:00 Þegar breski rithöfundurinn Matt Haig tilkynnti aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter um hvað næsta bók hans fjallaði átti hann ekki von á að verða krossfestur. Matt hugðist beina sjónum að hættunum sem stafa að karlmönnum vegna hugmynda samfélagsins um karlmennsku. Böðlar hans kenndu sig flestir við femínisma. „Þetta er eins og ef hvít manneskja skrifaði bók um hvað það er erfitt að vera hvítur,“ fullyrti einn. Matt sagðist sjálfur vera femínisti. „Ég er ekki að afneita kúgun kvenna, ég er að reyna að berjast gegn henni með því að kalla eftir sveigjanlegri túlkun á karlmennskuhugtakinu.“ En gagnrýnendur hans létu ekki segjast. „Femínismi var ekki fundinn upp til að hjálpa karlmönnum.“Af forréttindum Í síðustu viku skrifaði ungur maður, Atli Jasonarson, pistil sem birtist á visir.is um þrautir þess að vera karlmaður. Atli sagði karlmenn vissulega búa við forréttindi. Ekki væru öll forréttindi karlmanna hins vegar jafneftirsóknarverð:1) Karlmenn eru fjórum sinnum líklegri en konur til að svipta sig lífi.2) Karlmenn eru fórnarlömb í 73% morðmála á Íslandi.3) Tvisvar sinnum líklegra er að karlmaður látist í umferðarslysi hér á landi en kona.4) Yfirgnæfandi meiri líkur eru á að karlmaður látist af völdum efnafíknar en kona.5) Karlmenn eru 96% fanga í íslenskum fangelsum.6) 62% háskólanema á Íslandi eru konur.7) Af þeim grunnskólanemum sem taldir eru slakir í lestri eru 70% drengir.Tímamót á vinnumarkaði Árið 2015 áttu sér stað tímamót á breskum vinnumarkaði. Í fyrsta sinn fór fjöldi karlmanna sem vinna í hlutastarfi yfir milljón. Breytingarnar stafa ekki af efnahagslegum ástæðum á borð við skert atvinnuframboð. Og ekki er um að ræða láglaunastörf sem gjarnan hafa verið unnin í hlutastarfi. Um er að ræða val karlmannanna sjálfra af öllum stigum samfélagsins. Thiago de Moraes er listrænn stjórnandi hjá auglýsingastofu í Bretlandi. Hann mætir á skrifstofuna þrjá daga í viku en eyðir hinum tveimur með börnum sínum tveimur. „Ég elska að sækja son minn í skólann og segja: Hei, klukkan er hálf fjögur og það er sól, skellum okkur í almenningsgarðinn.“Fórnarlömb staðalhugmynda Ekki eru öll „forréttindi“ karla álitleg eins og samantekt Atla Jasonarsonar ber með sér. Kannski má segja að karlar hafi, rétt eins og konur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur til að mynda verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið. Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur,“ sagði Matt Haig á Twitter. „Ég er þeirrar skoðunar að bæði konur og karlar myndu græða á víðtækari hugmyndum um karlmennskuna.“ Síðasti spölur kvennabaráttunnar virðist ætla að ganga hægt. Enn er til dæmis launamunur kynjanna vandamál. Getur verið að leiðin að jafnrétti felist í að ráðast gegn staðalhugmyndum um karla en ekki aðeins um konur? Þangað til nýlega hefur karlmaður ekki þótt merkilegur pappír á vinnumarkaði nema hann væri hlekkjaður við vinnustað sinn bróðurpart vikunnar og heilsaði fjölskyldu sinni eins og óvæntur gestur um helgar. Í Bretlandi er það að breytast. Í stað þeirrar hefðbundnu hugmyndar að konan sé heima með börnin og karlinn úti að vinna sést það nú í auknum mæli að foreldrar skipta með sér ábyrgðinni heima við og vinna bæði úti í hlutastarfi. Karlar fá að njóta fjölskyldulífs og konur komast út á vinnumarkaðinn: Þetta er „win win“ staða. Viðurkenning á áþján karla er ekki afneitun á aldalangri kúgun kvenna. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum saman höndum og fetum saman veginn að betra samfélagi. Jafnrétti fyrir alla, konur og karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Þegar breski rithöfundurinn Matt Haig tilkynnti aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter um hvað næsta bók hans fjallaði átti hann ekki von á að verða krossfestur. Matt hugðist beina sjónum að hættunum sem stafa að karlmönnum vegna hugmynda samfélagsins um karlmennsku. Böðlar hans kenndu sig flestir við femínisma. „Þetta er eins og ef hvít manneskja skrifaði bók um hvað það er erfitt að vera hvítur,“ fullyrti einn. Matt sagðist sjálfur vera femínisti. „Ég er ekki að afneita kúgun kvenna, ég er að reyna að berjast gegn henni með því að kalla eftir sveigjanlegri túlkun á karlmennskuhugtakinu.“ En gagnrýnendur hans létu ekki segjast. „Femínismi var ekki fundinn upp til að hjálpa karlmönnum.“Af forréttindum Í síðustu viku skrifaði ungur maður, Atli Jasonarson, pistil sem birtist á visir.is um þrautir þess að vera karlmaður. Atli sagði karlmenn vissulega búa við forréttindi. Ekki væru öll forréttindi karlmanna hins vegar jafneftirsóknarverð:1) Karlmenn eru fjórum sinnum líklegri en konur til að svipta sig lífi.2) Karlmenn eru fórnarlömb í 73% morðmála á Íslandi.3) Tvisvar sinnum líklegra er að karlmaður látist í umferðarslysi hér á landi en kona.4) Yfirgnæfandi meiri líkur eru á að karlmaður látist af völdum efnafíknar en kona.5) Karlmenn eru 96% fanga í íslenskum fangelsum.6) 62% háskólanema á Íslandi eru konur.7) Af þeim grunnskólanemum sem taldir eru slakir í lestri eru 70% drengir.Tímamót á vinnumarkaði Árið 2015 áttu sér stað tímamót á breskum vinnumarkaði. Í fyrsta sinn fór fjöldi karlmanna sem vinna í hlutastarfi yfir milljón. Breytingarnar stafa ekki af efnahagslegum ástæðum á borð við skert atvinnuframboð. Og ekki er um að ræða láglaunastörf sem gjarnan hafa verið unnin í hlutastarfi. Um er að ræða val karlmannanna sjálfra af öllum stigum samfélagsins. Thiago de Moraes er listrænn stjórnandi hjá auglýsingastofu í Bretlandi. Hann mætir á skrifstofuna þrjá daga í viku en eyðir hinum tveimur með börnum sínum tveimur. „Ég elska að sækja son minn í skólann og segja: Hei, klukkan er hálf fjögur og það er sól, skellum okkur í almenningsgarðinn.“Fórnarlömb staðalhugmynda Ekki eru öll „forréttindi“ karla álitleg eins og samantekt Atla Jasonarsonar ber með sér. Kannski má segja að karlar hafi, rétt eins og konur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur til að mynda verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið. Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur,“ sagði Matt Haig á Twitter. „Ég er þeirrar skoðunar að bæði konur og karlar myndu græða á víðtækari hugmyndum um karlmennskuna.“ Síðasti spölur kvennabaráttunnar virðist ætla að ganga hægt. Enn er til dæmis launamunur kynjanna vandamál. Getur verið að leiðin að jafnrétti felist í að ráðast gegn staðalhugmyndum um karla en ekki aðeins um konur? Þangað til nýlega hefur karlmaður ekki þótt merkilegur pappír á vinnumarkaði nema hann væri hlekkjaður við vinnustað sinn bróðurpart vikunnar og heilsaði fjölskyldu sinni eins og óvæntur gestur um helgar. Í Bretlandi er það að breytast. Í stað þeirrar hefðbundnu hugmyndar að konan sé heima með börnin og karlinn úti að vinna sést það nú í auknum mæli að foreldrar skipta með sér ábyrgðinni heima við og vinna bæði úti í hlutastarfi. Karlar fá að njóta fjölskyldulífs og konur komast út á vinnumarkaðinn: Þetta er „win win“ staða. Viðurkenning á áþján karla er ekki afneitun á aldalangri kúgun kvenna. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum saman höndum og fetum saman veginn að betra samfélagi. Jafnrétti fyrir alla, konur og karla.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun