Hrefna Sætran: Smáréttir í hátíðarbúningi Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. desember 2015 12:00 Hrefna Sætran kokkur töfrar fram dýrindis mat og gefur uppskriftirnar hér fyrir neðan. Vísir/Ernir Hrefna Rósa Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, deilir með lesendum uppskriftum að uppáhaldssmáréttunum sínum fyrir jólin. Jólasíld Hrefnu SætranMynd/Björn Árnason Kókos-anis síld með appelsínu smjöri Síldin: 200 g marineruð síld 250 ml kókosmjólk 2 stk anis stjörnur 2 stk negulnaglar 1 kanil stöng Aðferð: Sigtið síldina og þerrið hana. Hitið upp á kókosmjólkinni með kryddunum út í. Kælið svo kókosmjólkina og bætið síldinni út í. Marinerið síldina í nýja kókosleginum. Því lengur sem þið marinerið hana þeim mun meira bragð verður af henni.Appelsínusmjör:200 g ósaltað smjör1 dl súrmjólk1 stk appelsína1 hvítlauksrifGott sjávarsaltAðferð: Leyfið smjörinu að ná stofuhita. Setjið það í hrærivél og þeytið það upp með súrmjólkinni. Rífið börkinn af appelsínunni fínt og hvítlauksrifið líka. Bætið því út í smjörið og blandið vel saman. Kryddið svo með salti. „Rúgbrauð fer afskaplega vel með þessari síld,“ segir Hrefna. Létt grafin bleikjaMynd/Björn Árnason Létt grafin ofnbökuð bleikja með blómkáls og grænubauna mauki Bleikjan: 200 g fínt salt 100 g púðursykur 8 bleikjuflök Aðferð:Blandið saman salti og sykri. Beinhreinsið bleikjuflökin. Stráið 1/3 af saltmarineringunni í fat, leggið roðið niður á saltið og stráið svo afgangnum yfir. Grafið bleikjuna í 30 mínútur. Skolið flökin og þerrið þau og setjið þau í ískápinn þar til þau verða alveg köld aftur. Þetta gerum við til að fiskurinn ofeldist ekki þegar við eldum hann svo í ofninum á eftir. Leggið flökin svo á bökunarpappír í ofnskúffu með roðhliðina upp. Bakið við 220°c í 8 mínutur. Þá ætti roðið að renna auðveldlega af fiskinum.Blómkáls grænubaunamauk:300 g grænar baunir (grænar frostnar baunir, ekki þessar í dós) 200 g blómkál 400 ml vatn 300 ml rjómiAðferð:Blandið saman vatninu og rjómanum í potti. Fáið upp suðu og bætði blómkálinu út í og sjóðið í 10 mínútur. Bætið baununum út í og sjóðið áfram í 5 mínútur. Sigtið grænmetið frá rjómablöndunni og maukið í blandara. Bætið smá af rjómavatninu út í og maukið þar til flauelismjúkt. Kryddið með salti og pipar. Gæsabringa með jólarauðkáliMynd/Björn Árnason Gæsabringa með jólarauðkáli Gæsin: 4 stk gæsabringur Olía til að steikja upp úr Salt og pipar 4 msk smjör 2 greinar timijan Aðferð: Kryddið gæsabringurnar með salti og pipar. Hitið pönnu við miðlungs hita og hellið olíu á hana. Steikið gæsabringurnar í 3 mínútur á annari hliðinni, snúið þeim svo við og steikið áfram í 3 mínútur. Slökkvið undir pönnunni, bætið smjörinu og timijan greinunum út á og baðið bringurnar upp úr smjörinu. Gott er að nota skeið til að ausa smjörinu yfir bringurnar og snúa þeim nokkrum sinnum. Leyfið bringunum að hvíla vel áður en þið skerið þær í þunnar sneiðar.Jólarauðkál:2 rauðkálshausar200 g púðursykur100 ml rauðvínsedik1 kanilstöng1 stjörnuanis3 negulnaglar500 ml trönuberjasafi1 líter maltölAðferð: Skerið rauðkálið fínt niður. Setjið það í pott ásamt öllu hráefninu og sjóðið við vægan hita í svona klukkutíma. Kælið eða borðið heitt. Reykt andabringa.Mynd/Björn Árnason Reykt andabringa með remúlaði og pikkluðum rauðlauk „Þetta er sniðug útfærsla ef þið ætlið að borða reykt kjöt í forrétt. Hangikjöt, reykta andarbringu, gröfnu kjöti eða eitthvað sniðugt sem er hægt að kaupa tilbúið útí búð fyrir jólin. Um að gera notfæra sér allt það úrval sem til er í búðunum og leggja meira í aðalréttinn þá í staðinn," segir Hrefna.2 stk reykt andarbringa, skorin í þunnar sneiðar.Remúlaði:100 ml mæjónes2 stk litlar súrar gúrkur1 msk dijon sinnepbörkur (fínt rifinn) og safi úr 1/2 sítrónu2 msk hunang1 msk capersAðferð: Blandið öllu saman í skál og smakkið til með hunangi. Það er dálítið smekksatriði hversu sætt fólk vill hafa þetta og fer líka eftir kjötinu sem á að bera þetta fram með.Pikklaður rauðlaukur:2 skt rauðlaukur40 g sykur40 g eplaedikAðferð: Skrælið laukinn og skerið hann í bita. Hitið sykurinn og eplaedikið saman í potti og bætið lauknum út í. Þegar laukurinn er orðinn bleikur (sirka 2 mínútur) takið hann þá og kælið hann inn í ísskáp. Gott er að bera þetta fram kalt með reyktu og gröfnu kjöti. Gæs Jólamatur Sjávarréttir Uppskriftir Önd Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, deilir með lesendum uppskriftum að uppáhaldssmáréttunum sínum fyrir jólin. Jólasíld Hrefnu SætranMynd/Björn Árnason Kókos-anis síld með appelsínu smjöri Síldin: 200 g marineruð síld 250 ml kókosmjólk 2 stk anis stjörnur 2 stk negulnaglar 1 kanil stöng Aðferð: Sigtið síldina og þerrið hana. Hitið upp á kókosmjólkinni með kryddunum út í. Kælið svo kókosmjólkina og bætið síldinni út í. Marinerið síldina í nýja kókosleginum. Því lengur sem þið marinerið hana þeim mun meira bragð verður af henni.Appelsínusmjör:200 g ósaltað smjör1 dl súrmjólk1 stk appelsína1 hvítlauksrifGott sjávarsaltAðferð: Leyfið smjörinu að ná stofuhita. Setjið það í hrærivél og þeytið það upp með súrmjólkinni. Rífið börkinn af appelsínunni fínt og hvítlauksrifið líka. Bætið því út í smjörið og blandið vel saman. Kryddið svo með salti. „Rúgbrauð fer afskaplega vel með þessari síld,“ segir Hrefna. Létt grafin bleikjaMynd/Björn Árnason Létt grafin ofnbökuð bleikja með blómkáls og grænubauna mauki Bleikjan: 200 g fínt salt 100 g púðursykur 8 bleikjuflök Aðferð:Blandið saman salti og sykri. Beinhreinsið bleikjuflökin. Stráið 1/3 af saltmarineringunni í fat, leggið roðið niður á saltið og stráið svo afgangnum yfir. Grafið bleikjuna í 30 mínútur. Skolið flökin og þerrið þau og setjið þau í ískápinn þar til þau verða alveg köld aftur. Þetta gerum við til að fiskurinn ofeldist ekki þegar við eldum hann svo í ofninum á eftir. Leggið flökin svo á bökunarpappír í ofnskúffu með roðhliðina upp. Bakið við 220°c í 8 mínutur. Þá ætti roðið að renna auðveldlega af fiskinum.Blómkáls grænubaunamauk:300 g grænar baunir (grænar frostnar baunir, ekki þessar í dós) 200 g blómkál 400 ml vatn 300 ml rjómiAðferð:Blandið saman vatninu og rjómanum í potti. Fáið upp suðu og bætði blómkálinu út í og sjóðið í 10 mínútur. Bætið baununum út í og sjóðið áfram í 5 mínútur. Sigtið grænmetið frá rjómablöndunni og maukið í blandara. Bætið smá af rjómavatninu út í og maukið þar til flauelismjúkt. Kryddið með salti og pipar. Gæsabringa með jólarauðkáliMynd/Björn Árnason Gæsabringa með jólarauðkáli Gæsin: 4 stk gæsabringur Olía til að steikja upp úr Salt og pipar 4 msk smjör 2 greinar timijan Aðferð: Kryddið gæsabringurnar með salti og pipar. Hitið pönnu við miðlungs hita og hellið olíu á hana. Steikið gæsabringurnar í 3 mínútur á annari hliðinni, snúið þeim svo við og steikið áfram í 3 mínútur. Slökkvið undir pönnunni, bætið smjörinu og timijan greinunum út á og baðið bringurnar upp úr smjörinu. Gott er að nota skeið til að ausa smjörinu yfir bringurnar og snúa þeim nokkrum sinnum. Leyfið bringunum að hvíla vel áður en þið skerið þær í þunnar sneiðar.Jólarauðkál:2 rauðkálshausar200 g púðursykur100 ml rauðvínsedik1 kanilstöng1 stjörnuanis3 negulnaglar500 ml trönuberjasafi1 líter maltölAðferð: Skerið rauðkálið fínt niður. Setjið það í pott ásamt öllu hráefninu og sjóðið við vægan hita í svona klukkutíma. Kælið eða borðið heitt. Reykt andabringa.Mynd/Björn Árnason Reykt andabringa með remúlaði og pikkluðum rauðlauk „Þetta er sniðug útfærsla ef þið ætlið að borða reykt kjöt í forrétt. Hangikjöt, reykta andarbringu, gröfnu kjöti eða eitthvað sniðugt sem er hægt að kaupa tilbúið útí búð fyrir jólin. Um að gera notfæra sér allt það úrval sem til er í búðunum og leggja meira í aðalréttinn þá í staðinn," segir Hrefna.2 stk reykt andarbringa, skorin í þunnar sneiðar.Remúlaði:100 ml mæjónes2 stk litlar súrar gúrkur1 msk dijon sinnepbörkur (fínt rifinn) og safi úr 1/2 sítrónu2 msk hunang1 msk capersAðferð: Blandið öllu saman í skál og smakkið til með hunangi. Það er dálítið smekksatriði hversu sætt fólk vill hafa þetta og fer líka eftir kjötinu sem á að bera þetta fram með.Pikklaður rauðlaukur:2 skt rauðlaukur40 g sykur40 g eplaedikAðferð: Skrælið laukinn og skerið hann í bita. Hitið sykurinn og eplaedikið saman í potti og bætið lauknum út í. Þegar laukurinn er orðinn bleikur (sirka 2 mínútur) takið hann þá og kælið hann inn í ísskáp. Gott er að bera þetta fram kalt með reyktu og gröfnu kjöti.
Gæs Jólamatur Sjávarréttir Uppskriftir Önd Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira