Innlent

Ekkert ferðaveður á Kjalarnesi og færð tekin að spillast í efri byggðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Afar slæmt veður er nú á höfuðborgarsvæðinu.
Afar slæmt veður er nú á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Stefán
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið bærilega það sem af er morgni að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild höfuðborgarsvæðisins.

Hann segir að svo virðist vera sem að fólk hafi farið að tilmælum að fara ekki af stað nema af brýnni nauðsyn og á ágætlega útbúnum bílum.

Sjá einnig: Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið núna

Færð er hins vegar nú tekin að spillast í efri byggðum og hafa lögreglunni borist nokkrar tilkynningar um bíla sem sitja fastir og loka húsagötum, segir Guðbrandur.

Þá kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar að ekkert ferðaveður sé nú á Kjalarnesi auk þess sem margir bílar séu fastir á Suðurlandsvegi við Vesturlandsveg.

Ekkert ferðaveður er á Kjalarnesi og sést ekki milli stika. Margir bílar fastir á Suðurlandsvegi við Vesturlandsveg.

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, 1 December 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×