Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2015 11:46 vísir/gva Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. Um sé að ræða bæði sanngjarnar og samkeppnishæfar kröfur. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum – en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við erum ekki að biðja um þessum sérstöku reglum sem okkur gilda verði hent út, heldur að þeim verði breytt. Þannig að við teljum afstöðu okkar sanngjarna og hófstillta hvað það varðar. Það hefði alveg verið hægt að ganga lengra, en við gerðum það ekki,“ segir Ólafur. Kjaradeila starfsmanna álversins er í algjörum hnút og bendir flest til þess að verkfall hefjist á miðnætti. Þá verður hafist handa við að slökkva á kerjum álversins og ríkir því mikil óvissa um framtíð þess. „Núna bíðum við eftir að sjá hvort viðsemjendur okkar séu tilbúnir til að ræða okkar sanngjörnu kröfu um að færast nær því viðskiptaumhverfi sem önnur umhverfi hafa varðandi verktöku. Ef ekki þá stefnir að óbreyttu í verkfall,“ segir Ólafur. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess. Við erum að greiða samkeppnishæf laun, bjóða sanngjarnar hækkanir og ekki að fara fram á neitt sem önnur fyrirtæki á Íslandi hafa ekki. Þannig að við teljum allar forsendur til að semja.“ Fundur stendur yfir innan samninganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík. Gylfi Ingvarsson, talsmaður nefndarinnar, gaf ekki kost á viðtali en sagðist nokkuð vondaufur á að sátt náist. Fyrirhugað verkfall jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar, enda kostnaður við að endurræsa kerin umtalsverður. „Kostnaður við að endurræsa hleypur á hundruðum milljóna. Það er alveg ljóst. Þannig að þetta er niðurstaða sem enginn vill sjá,“ segir Ólafur Teitur. Samningafundi deiluaðila lauk í hádeginu í gær, án niðurstöðu. Hann hafði þá staðið yfir í tæpa klukkustund og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. Um sé að ræða bæði sanngjarnar og samkeppnishæfar kröfur. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum – en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við erum ekki að biðja um þessum sérstöku reglum sem okkur gilda verði hent út, heldur að þeim verði breytt. Þannig að við teljum afstöðu okkar sanngjarna og hófstillta hvað það varðar. Það hefði alveg verið hægt að ganga lengra, en við gerðum það ekki,“ segir Ólafur. Kjaradeila starfsmanna álversins er í algjörum hnút og bendir flest til þess að verkfall hefjist á miðnætti. Þá verður hafist handa við að slökkva á kerjum álversins og ríkir því mikil óvissa um framtíð þess. „Núna bíðum við eftir að sjá hvort viðsemjendur okkar séu tilbúnir til að ræða okkar sanngjörnu kröfu um að færast nær því viðskiptaumhverfi sem önnur umhverfi hafa varðandi verktöku. Ef ekki þá stefnir að óbreyttu í verkfall,“ segir Ólafur. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess. Við erum að greiða samkeppnishæf laun, bjóða sanngjarnar hækkanir og ekki að fara fram á neitt sem önnur fyrirtæki á Íslandi hafa ekki. Þannig að við teljum allar forsendur til að semja.“ Fundur stendur yfir innan samninganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík. Gylfi Ingvarsson, talsmaður nefndarinnar, gaf ekki kost á viðtali en sagðist nokkuð vondaufur á að sátt náist. Fyrirhugað verkfall jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar, enda kostnaður við að endurræsa kerin umtalsverður. „Kostnaður við að endurræsa hleypur á hundruðum milljóna. Það er alveg ljóst. Þannig að þetta er niðurstaða sem enginn vill sjá,“ segir Ólafur Teitur. Samningafundi deiluaðila lauk í hádeginu í gær, án niðurstöðu. Hann hafði þá staðið yfir í tæpa klukkustund og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30