Sautján ára hversdagshetja breiddi úlpu yfir hjólreiðakappa eftir árekstur við snjómoksturstæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 13:04 Maðurinn var á hjóli sínu nærri Sundhöll Reykjavíkur þegar snjómoksturstæki var ekið utan í hann. Vísir/Daníel Sautján ára framhaldsskólanemi reyndist hjólreiðakappa svo sannarlega vel í morgunsárið þegar sá síðarnefndi féll af hjóli sínu eftir að snjómokstursbíl var ekið utan í hjólið. Maðurinn kenndi sér meins á fæti en pilturinn beið með honum í um fimmtán mínútur og breiddi yfir hann úlpu. Álfhildur Erla Kristjánsdóttir, móðir hins sautján ára Kristófers Breka Jóhannessonar, segir í samtali við Vísi að sonur hennar hafi verið á leið heim úr Tækniskólanum upp úr klukkan níu í morgun. Prófatíð sé í gangi og skóladagurinn í dag stuttur af þeim sökum. Hann var á gangi nærri Sundöll Reykjavíkur við Barónstíg þegar hann varð vitni að því þegar maðurinn féll af hjólinu. Ökumaður snjómoksturstækisins varð var við það sem gerðist, stöðvaði bílinn og hringdi á lögreglu. Vegna erfiðrar færðar tók nokkra stund fyrir lögreglu og sjúkrabíl að koma á staðinn. Þá hafði Kristófer beðið með manninum og meðal annars breitt úlpu sína yfir hann.Bauðst til að greiða honum fyrir„Maðurinn sagðist aldrei hafa átt von á því að unglingur myndi sitja hjá sér,“ hefur Álfhildur eftir syni sínum sem var kominn undir sæng til hvílu áður en hann vinnan kallar síðar í dag. Maðurinn bauðst til að greiða honum fyrir aðstoðina en Kristófer var ekki á þeim buxunum.Lögreglumennirnir sem mættu á vettvang tóku skýrslu af Kristófer og spurðu meðal annars hvert hann hefði verið að fara. Þegar þeir heyrðu að Kristófer hefði verið á leiðinni að ná strætó buðu þeir honum far.Kristófer er í ungliðadeild björgunarsveitarinnar Ársæll svo segja má að honum sé björgunarstörf í blóð borin.„Það má segja að þetta hafi verið hans fyrsta útkall,“ segir Álfhildur létt en um leið stolt af syni sínum. Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18 Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Sautján ára framhaldsskólanemi reyndist hjólreiðakappa svo sannarlega vel í morgunsárið þegar sá síðarnefndi féll af hjóli sínu eftir að snjómokstursbíl var ekið utan í hjólið. Maðurinn kenndi sér meins á fæti en pilturinn beið með honum í um fimmtán mínútur og breiddi yfir hann úlpu. Álfhildur Erla Kristjánsdóttir, móðir hins sautján ára Kristófers Breka Jóhannessonar, segir í samtali við Vísi að sonur hennar hafi verið á leið heim úr Tækniskólanum upp úr klukkan níu í morgun. Prófatíð sé í gangi og skóladagurinn í dag stuttur af þeim sökum. Hann var á gangi nærri Sundöll Reykjavíkur við Barónstíg þegar hann varð vitni að því þegar maðurinn féll af hjólinu. Ökumaður snjómoksturstækisins varð var við það sem gerðist, stöðvaði bílinn og hringdi á lögreglu. Vegna erfiðrar færðar tók nokkra stund fyrir lögreglu og sjúkrabíl að koma á staðinn. Þá hafði Kristófer beðið með manninum og meðal annars breitt úlpu sína yfir hann.Bauðst til að greiða honum fyrir„Maðurinn sagðist aldrei hafa átt von á því að unglingur myndi sitja hjá sér,“ hefur Álfhildur eftir syni sínum sem var kominn undir sæng til hvílu áður en hann vinnan kallar síðar í dag. Maðurinn bauðst til að greiða honum fyrir aðstoðina en Kristófer var ekki á þeim buxunum.Lögreglumennirnir sem mættu á vettvang tóku skýrslu af Kristófer og spurðu meðal annars hvert hann hefði verið að fara. Þegar þeir heyrðu að Kristófer hefði verið á leiðinni að ná strætó buðu þeir honum far.Kristófer er í ungliðadeild björgunarsveitarinnar Ársæll svo segja má að honum sé björgunarstörf í blóð borin.„Það má segja að þetta hafi verið hans fyrsta útkall,“ segir Álfhildur létt en um leið stolt af syni sínum.
Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18 Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47
Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18
Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02