Talsverður viðbúnaður vegna falsks neyðarkalls Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 17:34 Þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar við það að fara í loftið frá Reykjavík þegar í ljós kom að um gabb væri að ræða. Vísir/Landhelgisgæslan Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar heyrðu í tvígang kallað „MAYDAY, MAYDAY“ á rás 16, neyðar- og uppkallsrás skipa og báta þegar klukkuna vantaði korter í þrjú í dag. Kallið kom inn á móttökuloftnet sem staðsett er á Vaðlaheiði austan megin við Eyjafjörð. Starfsmenn Akureyrarhafnar höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og létu vita að þeir hefðu einnig heyrt kallið á rás 16 í talstöð sem staðsett er í hafnarskrifstofunni á Akureyri. Þar með var ljóst að kallið kæmi einhvers staðar frá í innan við 15 sjómílna fjarlægð frá Akureyri. Sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Eyjafjörð voru ræstar út sem og björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði. Áhafnir þyrlu og eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar voru einnig ræstar út og lögreglan á Norðurlandi-eystra beðin um að athuga hvort mögulegt væri að kallið hefði getað komið frá skipi eða bát í höfninni á Akureyri. Hríseyjarferjan Sævar var einnig beðin um að hefja skipulagða leit inn eftir Eyjafirðinum. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var einnig virkjuð með staðlaðri áhöfn fyrir leit og björgun á sjó. Um fjögur leytið í dag, þegar björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var lagt af stað frá Siglufirði, björgunarbátar komnir til leitar á Eyjafirði og þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar við það að fara í loftið frá Reykjavík, tilkynnti lögreglan á Norðurlandi-eystra að uppgötvast hefði að neyðarkallið hefði komið frá erlendu skipi í höfninni og hafði maður sem átti erindi um borð viðurkennt að hafa sent það út. Leitar- og björgunareiningar voru því afturkallaðar og frekari aðgerðum hætt. Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar heyrðu í tvígang kallað „MAYDAY, MAYDAY“ á rás 16, neyðar- og uppkallsrás skipa og báta þegar klukkuna vantaði korter í þrjú í dag. Kallið kom inn á móttökuloftnet sem staðsett er á Vaðlaheiði austan megin við Eyjafjörð. Starfsmenn Akureyrarhafnar höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og létu vita að þeir hefðu einnig heyrt kallið á rás 16 í talstöð sem staðsett er í hafnarskrifstofunni á Akureyri. Þar með var ljóst að kallið kæmi einhvers staðar frá í innan við 15 sjómílna fjarlægð frá Akureyri. Sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Eyjafjörð voru ræstar út sem og björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði. Áhafnir þyrlu og eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar voru einnig ræstar út og lögreglan á Norðurlandi-eystra beðin um að athuga hvort mögulegt væri að kallið hefði getað komið frá skipi eða bát í höfninni á Akureyri. Hríseyjarferjan Sævar var einnig beðin um að hefja skipulagða leit inn eftir Eyjafirðinum. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var einnig virkjuð með staðlaðri áhöfn fyrir leit og björgun á sjó. Um fjögur leytið í dag, þegar björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var lagt af stað frá Siglufirði, björgunarbátar komnir til leitar á Eyjafirði og þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar við það að fara í loftið frá Reykjavík, tilkynnti lögreglan á Norðurlandi-eystra að uppgötvast hefði að neyðarkallið hefði komið frá erlendu skipi í höfninni og hafði maður sem átti erindi um borð viðurkennt að hafa sent það út. Leitar- og björgunareiningar voru því afturkallaðar og frekari aðgerðum hætt.
Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira