Emil: Við erum í skítamálum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:35 Vísir/Getty Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður og leikmaður Hellas Verona á Ítalíu, segir ljóst að breytinga var þörf hjá liði sínu en þjálfarinn Andrea Mandrolini var látinn fara nú í vikunni. Hellas Verona er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar og er enn án sigurs eftir fyrstu fjórtán umferðirnar. Emil segist í viðtali við Akraborgina á X-inu vera að mörgu leyti sáttur við eigin spilamennsku en hann sér á eftir þjálfaranum eftir fimm ára samstarf þeirra í Verona. „Er það ekki þannig að þjálfarinn fær að kenna á því fyrir gengið? Það var að mínu mati ekki honum að kenna enda fullt af hlutum sem hafa ekki gengið upp hjá okkur í ár,“ sagði Emil í viðtalinu.Sjá einnig: Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Hann segir að þetta sé þó eðlileg afleiðing af því að hafa ekki unnið í fjórtán leikjum í röð. „Það er í raun alveg ótrúlegt. Þetta hefur örugglega tekið meira á andlega en nokkuð annað,“ segir Emil en uppgangur Hellas Verona undanfarin fimm ár hefur verið mikill undir stjórn Mandrolini. „Við höfum upplifað marga sigra undanfarin fimm ár og þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt inn á milli höfum við alltaf náð að komast í gegnum alla erfiðleika. En nú virðist sem svo að mælirinn hafi verið fullur hjá félaginu, því miður.“ Á þessum fimm árum vann Hellas Verona bæði C- og B-deildina og hefur náð að halda velli í A-deildinni þar til nú. Emil segir ljóst að fall blasir við nema eitthvað breytist. „Við erum í skítamálum svo maður segir alveg eins og er. Það þurfti að gera einhverjar breytingar og það er komin pressa frá stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið,“ segir hann. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður og leikmaður Hellas Verona á Ítalíu, segir ljóst að breytinga var þörf hjá liði sínu en þjálfarinn Andrea Mandrolini var látinn fara nú í vikunni. Hellas Verona er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar og er enn án sigurs eftir fyrstu fjórtán umferðirnar. Emil segist í viðtali við Akraborgina á X-inu vera að mörgu leyti sáttur við eigin spilamennsku en hann sér á eftir þjálfaranum eftir fimm ára samstarf þeirra í Verona. „Er það ekki þannig að þjálfarinn fær að kenna á því fyrir gengið? Það var að mínu mati ekki honum að kenna enda fullt af hlutum sem hafa ekki gengið upp hjá okkur í ár,“ sagði Emil í viðtalinu.Sjá einnig: Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Hann segir að þetta sé þó eðlileg afleiðing af því að hafa ekki unnið í fjórtán leikjum í röð. „Það er í raun alveg ótrúlegt. Þetta hefur örugglega tekið meira á andlega en nokkuð annað,“ segir Emil en uppgangur Hellas Verona undanfarin fimm ár hefur verið mikill undir stjórn Mandrolini. „Við höfum upplifað marga sigra undanfarin fimm ár og þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt inn á milli höfum við alltaf náð að komast í gegnum alla erfiðleika. En nú virðist sem svo að mælirinn hafi verið fullur hjá félaginu, því miður.“ Á þessum fimm árum vann Hellas Verona bæði C- og B-deildina og hefur náð að halda velli í A-deildinni þar til nú. Emil segir ljóst að fall blasir við nema eitthvað breytist. „Við erum í skítamálum svo maður segir alveg eins og er. Það þurfti að gera einhverjar breytingar og það er komin pressa frá stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið,“ segir hann. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira