UFC byggir risahús fyrir íþróttafólkið sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. desember 2015 17:30 Þessar skóflur voru notaðar í fyrstu skóflustungunni. vísir/getty Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira
Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty
MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira