UFC byggir risahús fyrir íþróttafólkið sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. desember 2015 17:30 Þessar skóflur voru notaðar í fyrstu skóflustungunni. vísir/getty Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty
MMA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira