Handbolti

Hansen og Bozovic markahæstir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mikkel Hansen í leik með PSG.
Mikkel Hansen í leik með PSG. vísir/getty
Það er nokkuð liðið á riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta og ekki úr vegi að líta aðeins á tölfræðina.

Daninn Mikkel Hansen hefur farið mikinn með liði PSG og lengstum verið markahæstur en Austurríkismaðurinn Janko Bozovic hefur nú náð honum.

Daninn Anders Eggert er markahæstur leikmanna úr þýsku úrvalsdeildinni. Besti handboltamaður heims, Nikola Karabatic, kemst ekki á topp tíu listann.

Enginn Íslendingur er á meðal 50 markahæstu en Guðjón Valur Sigurðsson, sem er algengur gestur á þessum listum, hefur haft óvenju hægt um sig í vetur og ekki fengið sömu þjónustu og oft áður.

Markahæstir:

Mikkel Hansen, PSG - 66 mörk

Janko Bozovic, Metalurg - 66

Christian Malmagro, Naturhouse - 65

Dean Bombac, Pick Szeged - 62

Gabor Csaszar, Schaffhausen - 59

Momir Ilic, Veszprém - 58

Barys Pukhouski, Zaporozhye - 58

Kiril Lazarov, Barcelona - 57

Rastko Stojkovic, Meshkov Brest - 57

Andre Lindbö, Elverum - 56




Fleiri fréttir

Sjá meira


×