Handbolti

Dramatískt sigurmark toppliðsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lasse Mikkelsen fagnar marki í leik með Skjern. Hann var hetja liðsins í dag.
Lasse Mikkelsen fagnar marki í leik með Skjern. Hann var hetja liðsins í dag. Vísir/Getty
Skjern styrkti stöði sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag er liðið hafði betur gegn Álaborg, 27-26.

Lasse Mikkelsen skoraði sigurmark leiksins á lokasekúndunni en aðeins sjö sekúndum áður hafði Sander Sagosen, leikmaður Álaborgar, skotið framhjá.

Skjern tók leikhlé þegar fjórar sekúndur voru eftir og náðu að stilla upp kerfi sem gekk upp.

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður og Ólafur Gústafsson eru á mála hjá Álaborg en Ólafur var ekki í hópnum í dag.

Skjern er í efsta sæti deildarinnar sem fyrr segir með 20 stig en Álaborg er í sjötta sæti með fimmtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×