Handbolti

Löwen vann toppslaginn í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander fagnar ásamt Patrick Grötzki.
Alexander fagnar ásamt Patrick Grötzki. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen er með fimm stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Flensburg, 32-25, í toppslag deildarinnar í kvöld.

Sigurinn var sannfærandi en Löwen var með sjö marka forystu í hálfleik, 17-10. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir ljónin í kvöld en Stefán Rafn Sigurmannsson ekkert.

Rasmus Lauge, fyrrum leikmaður Kiel, var atkvæðamestur hjá liði Flensburg með átta stig en liðið er með 25 stig, einu meira en bæði Kiel og Melsungen en fyrrnefnda liðið á leik til góða.

Löwen hefur aðeins tapað einum leik í ár og virðist líklegt til afreka í deildinni í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×