Ein af fjórum ESB-undanþágum undir í tvísýnum kosningum Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. desember 2015 06:00 Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hvetur Dani til að samþykkja breytinguna. Vísir/EPA Danir verða í dag spurðir hvort breyta eigi einni af fjórum ESB-undanþágum þeirra, nefnilega undanþágu frá samstarfi í innanríkis- og dómsmálum, yfir í sveigjanlega eða valkvæða undanþágu. Verði tillagan samþykkt getur Danmörk valið að taka þátt í sumum málaflokkum innanríkis- og dómsmála, frekar en að vera skilyrðislaust undanþegin samstarfi í öllum málaflokkum á þessu sviði. Ástæða þess, að efnt er til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta nú, er að ýmsar breytingar hafa orðið á löggjöf Evrópusambandsins frá árinu 1993, þegar Danmörk fékk fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum. Þessar breytingar þýða meðal annars að Europol, lögreglusamstarf ESB-ríkjanna, fer undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins í staðinn fyrir að vera áfram milliríkjasamstarf. Samkvæmt skoðanakönnun Epinion fyrir danska ríkisútvarpið hafa já-sinnar verið 32 prósent síðustu vikurnar, en nei-sinnar hafa sveiflast frá 34 prósentum þann 16. nóvember, niður í 29 prósent 23. nóvember og svo upp í 36 prósent þann 1. desember. Aðrar kannanir hafa ýmist sýnt nei-hliðina eða já-hliðina standa betur. Þjóðin virðist klofin til helminga. Óákveðnir eru nú 25 prósent, en voru 34 prósent fyrir hálfum mánuði. Flestir stjórnmálaflokkar hvetja til að breytin verði samþykkt. Það á bæði við um stjórnarflokkinn Venstre og helstu stjórnarandstöðuflokkana á vinstri jafnt sem hægri vængnum, en Danski þjóðarflokkurinn er í forystu nei-sinna ásamt Frjálslynda bandalaginu og Einingarlistanum. Nei-sinnar virðast einna helst hafa áhyggjur af því að Danmörk þurfi að taka upp stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttamanna, en Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hefur lofað því að vilji dönsk stjórnvöld fara þá leiðina verði þau að bera það undir þjóðaratkvæði: „Ég hef engin áform um það, en ef það kæmi til tals þá yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Løkke í sjónvarpsumræðum í vikunni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlega einn þeirra sem bíða harla spenntir eftir úrslitunum í kvöld. Cameron hefur sjálfur farið fram á breytingar á stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og ætlar að bjóða Bretum upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um útkomuna strax á næsta ári eða þarnæsta. Afstaða dönsku þjóðarinnar getur skipt máli þegar Cameron kynnir hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna kröfur sínar innan fárra vikna. gudsteinn@frettabladid.is ESB-málið Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Danir verða í dag spurðir hvort breyta eigi einni af fjórum ESB-undanþágum þeirra, nefnilega undanþágu frá samstarfi í innanríkis- og dómsmálum, yfir í sveigjanlega eða valkvæða undanþágu. Verði tillagan samþykkt getur Danmörk valið að taka þátt í sumum málaflokkum innanríkis- og dómsmála, frekar en að vera skilyrðislaust undanþegin samstarfi í öllum málaflokkum á þessu sviði. Ástæða þess, að efnt er til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta nú, er að ýmsar breytingar hafa orðið á löggjöf Evrópusambandsins frá árinu 1993, þegar Danmörk fékk fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum. Þessar breytingar þýða meðal annars að Europol, lögreglusamstarf ESB-ríkjanna, fer undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins í staðinn fyrir að vera áfram milliríkjasamstarf. Samkvæmt skoðanakönnun Epinion fyrir danska ríkisútvarpið hafa já-sinnar verið 32 prósent síðustu vikurnar, en nei-sinnar hafa sveiflast frá 34 prósentum þann 16. nóvember, niður í 29 prósent 23. nóvember og svo upp í 36 prósent þann 1. desember. Aðrar kannanir hafa ýmist sýnt nei-hliðina eða já-hliðina standa betur. Þjóðin virðist klofin til helminga. Óákveðnir eru nú 25 prósent, en voru 34 prósent fyrir hálfum mánuði. Flestir stjórnmálaflokkar hvetja til að breytin verði samþykkt. Það á bæði við um stjórnarflokkinn Venstre og helstu stjórnarandstöðuflokkana á vinstri jafnt sem hægri vængnum, en Danski þjóðarflokkurinn er í forystu nei-sinna ásamt Frjálslynda bandalaginu og Einingarlistanum. Nei-sinnar virðast einna helst hafa áhyggjur af því að Danmörk þurfi að taka upp stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttamanna, en Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hefur lofað því að vilji dönsk stjórnvöld fara þá leiðina verði þau að bera það undir þjóðaratkvæði: „Ég hef engin áform um það, en ef það kæmi til tals þá yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Løkke í sjónvarpsumræðum í vikunni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlega einn þeirra sem bíða harla spenntir eftir úrslitunum í kvöld. Cameron hefur sjálfur farið fram á breytingar á stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og ætlar að bjóða Bretum upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um útkomuna strax á næsta ári eða þarnæsta. Afstaða dönsku þjóðarinnar getur skipt máli þegar Cameron kynnir hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna kröfur sínar innan fárra vikna. gudsteinn@frettabladid.is
ESB-málið Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira