Mildari dómar Hæstaréttar í BK-málinu koma vararíkissaksóknara ekki á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 17:25 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari vísir/gva Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00
Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00
Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00