Treyja Steph Curry fer ekki upp á vegg fyrr en hann útskrifast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 17:30 Stephen Curry. Stephen Curry er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar í dag og hann er að spila í besta liði NBA-deildarinnar. Davidson-háskólinn ætti að vera stoltur af sínum manni en treyjan hans er samt ekki á leiðinni upp á vegg hjá Davidson af einni ástæðu.ESPN segir frá því að aðeins útskrifaðir leikmenn fái treyju sína upp á vegg hjá Davidson-skólanum en Curry lék í númer 30 hjá Davidson á árunum 2006 til 2009. Curry yfirgaf Davidson-skólann vorið 2009 og fór í nýliðaval NBA-deildarinnar. Hann náði ekki að útskrifast en það munaði þó ekki miklu. Hann á aðeins eftir að klára nokkur fög áður en hann fær háskólaprófið. Curry hefur talað um það að hann ætli að klára það sem hann á eftir en hann stundaði nám í félagsfræði við skólann. Davidson-skólinn bíður ekki upp á sumarkennslu og því gæti verið erfitt fyrir Curry að komast í námið á næstunni enda NBA-deildin á fullu þegar skólinn er gangi. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því út í hvað ég var að fara þegar ég fór í Davidson. Ég lofaði þjálfaranum mínum [Bob McKillop] og fjölskyldu minni að ég myndi útskrifast. Ég ætla að efna það loforð sem fyrst," sagði Stephen Curry við ESPN. Stephen Curry var allt í öllu hjá körfuboltaliði Davidson-skólans og hjálpaði liðinu meðal annars að komast í átta liða úrslitin 2008. Hann setti það ár met yfir flestar þriggja stiga körfur í háskólaboltanum. Hann hefur bætt sig á hverju ári í NBA-deildinni og er að gera það enn einu sinni í vetur. Stephen Curry er með 32 stig, 6 stoðsendingar og 5,1 frákast að meðaltali með Golden State Warroirs í vetur en liðið er búið að vinna tuttugu fyrstu leiki tímabilsins og er fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því. NBA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd Ekkert lið hefur byrjað betur í NBA-deildinni en ríkjandi meistarar Golden State Warriors. 25. nóvember 2015 23:30 Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. 28. nóvember 2015 11:14 Curry og George leikmenn mánaðarins Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði. 4. desember 2015 10:15 Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. 27. nóvember 2015 09:45 Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? 26. nóvember 2015 07:00 Besta byrjun liðs frá upphafi Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt. 25. nóvember 2015 07:41 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Stephen Curry er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar í dag og hann er að spila í besta liði NBA-deildarinnar. Davidson-háskólinn ætti að vera stoltur af sínum manni en treyjan hans er samt ekki á leiðinni upp á vegg hjá Davidson af einni ástæðu.ESPN segir frá því að aðeins útskrifaðir leikmenn fái treyju sína upp á vegg hjá Davidson-skólanum en Curry lék í númer 30 hjá Davidson á árunum 2006 til 2009. Curry yfirgaf Davidson-skólann vorið 2009 og fór í nýliðaval NBA-deildarinnar. Hann náði ekki að útskrifast en það munaði þó ekki miklu. Hann á aðeins eftir að klára nokkur fög áður en hann fær háskólaprófið. Curry hefur talað um það að hann ætli að klára það sem hann á eftir en hann stundaði nám í félagsfræði við skólann. Davidson-skólinn bíður ekki upp á sumarkennslu og því gæti verið erfitt fyrir Curry að komast í námið á næstunni enda NBA-deildin á fullu þegar skólinn er gangi. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því út í hvað ég var að fara þegar ég fór í Davidson. Ég lofaði þjálfaranum mínum [Bob McKillop] og fjölskyldu minni að ég myndi útskrifast. Ég ætla að efna það loforð sem fyrst," sagði Stephen Curry við ESPN. Stephen Curry var allt í öllu hjá körfuboltaliði Davidson-skólans og hjálpaði liðinu meðal annars að komast í átta liða úrslitin 2008. Hann setti það ár met yfir flestar þriggja stiga körfur í háskólaboltanum. Hann hefur bætt sig á hverju ári í NBA-deildinni og er að gera það enn einu sinni í vetur. Stephen Curry er með 32 stig, 6 stoðsendingar og 5,1 frákast að meðaltali með Golden State Warroirs í vetur en liðið er búið að vinna tuttugu fyrstu leiki tímabilsins og er fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því.
NBA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd Ekkert lið hefur byrjað betur í NBA-deildinni en ríkjandi meistarar Golden State Warriors. 25. nóvember 2015 23:30 Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. 28. nóvember 2015 11:14 Curry og George leikmenn mánaðarins Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði. 4. desember 2015 10:15 Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. 27. nóvember 2015 09:45 Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? 26. nóvember 2015 07:00 Besta byrjun liðs frá upphafi Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt. 25. nóvember 2015 07:41 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd Ekkert lið hefur byrjað betur í NBA-deildinni en ríkjandi meistarar Golden State Warriors. 25. nóvember 2015 23:30
Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. 28. nóvember 2015 11:14
Curry og George leikmenn mánaðarins Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði. 4. desember 2015 10:15
Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. 27. nóvember 2015 09:45
Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? 26. nóvember 2015 07:00
Besta byrjun liðs frá upphafi Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt. 25. nóvember 2015 07:41
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum