Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 14:42 Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR. Vísir/Daníel Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR voru í dag valin íþróttafólk ársins 2015 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Thelma Björg var að vinna þessi verðlaun þriðja árið í röð. Kjörinu var lýst í dag við viðhöfn á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík en það hefur fyrir löngu skapast skemmtileg hefð fyrir því að hefja jólamánuðinn með því að verðlauna besta íþróttafólk fatlaðra á árinu sem er að líða. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Helgi hlýtur nafnbótina og í þriðja sinn sem Thelma er kjörin.Thelma Björg setti 30 Íslandsmet á árinu, hún varð Norðurlandameistari í 400 metra skriðsundi og náði fimmta sætinu í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Glasgow. Thelma Björg var ekki viðstödd afhendinguna því hún er að keppa á móti í Póllandi þar sem hún er að reyna að ná lágmörkum á Ólympíumót fatlaðra í Ríó á næsta ári. Thelma Björg er aðeins önnur konan í sögunni til að vera útnefnd íþróttakona ársins hjá fötluðum oftar þrisvar sinnum eða oftar en hún er Kristín Rós Hákonardóttir sem hlaut nafnbótina tólf ár í röð frá 1995 til 2006.Helgi vann brons á heimsmeistaramótinu í spjótkasti í ár og setti þá heimsmeistaramótsmet í sínum flokki en þrír flokkar voru sameinaðir á HM. Helgi bætti einnig heimsmet Kínverjans Fu Yanlong á árinu og kastaði alls fjórum sinnum yfir gamla heimsmetinu á þessu ári.Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra frá upphafi: 2015 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2014 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2013 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2012 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR (frjálsar íþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2011 Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir (sund) 2010 Erna Friðriksdóttir, Höttur Eglisstöðum (vetraríþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp (sund) 2009 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2008 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2007 Karen Björg Gísladóttir, Fjörður (sund) og Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes (borðtennis) 2006 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2005 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2004 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp (sund) 2003 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2002 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Ö. Ólafsson, Ösp (sund) 2001 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Bjarki Birgisson, ÍFR (sund) 2000 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfi (frjálsar íþróttir) 1999 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1998 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Pálmar Guðmundsson, ÍFR (sund) 1997 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1996 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1995 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1994 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1993 Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1992 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1991 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1990 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1989 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1988 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1987 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1986 Haukur Gunnarsson ÍFR (frjálsar íþróttir) 1985 Ína Valsdóttir, Ösp (sund) 1984 Jónas Óskarsson, Völsungi (sund) 1983 Sigurður Pétursson Ösp (sund) 1982 Elísabeth Vilhjálmsdóttir, ÍFR (bogfimi) 1981 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1980 Sigurrós Karlsdóttir, Akur (sund) 1979 Edda Bergmann, ÍFR (sund) 1978 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1977 Hörður Barðdal, ÍFR (sund) Fréttir ársins 2015 Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Sjá meira
Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR voru í dag valin íþróttafólk ársins 2015 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Thelma Björg var að vinna þessi verðlaun þriðja árið í röð. Kjörinu var lýst í dag við viðhöfn á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík en það hefur fyrir löngu skapast skemmtileg hefð fyrir því að hefja jólamánuðinn með því að verðlauna besta íþróttafólk fatlaðra á árinu sem er að líða. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Helgi hlýtur nafnbótina og í þriðja sinn sem Thelma er kjörin.Thelma Björg setti 30 Íslandsmet á árinu, hún varð Norðurlandameistari í 400 metra skriðsundi og náði fimmta sætinu í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Glasgow. Thelma Björg var ekki viðstödd afhendinguna því hún er að keppa á móti í Póllandi þar sem hún er að reyna að ná lágmörkum á Ólympíumót fatlaðra í Ríó á næsta ári. Thelma Björg er aðeins önnur konan í sögunni til að vera útnefnd íþróttakona ársins hjá fötluðum oftar þrisvar sinnum eða oftar en hún er Kristín Rós Hákonardóttir sem hlaut nafnbótina tólf ár í röð frá 1995 til 2006.Helgi vann brons á heimsmeistaramótinu í spjótkasti í ár og setti þá heimsmeistaramótsmet í sínum flokki en þrír flokkar voru sameinaðir á HM. Helgi bætti einnig heimsmet Kínverjans Fu Yanlong á árinu og kastaði alls fjórum sinnum yfir gamla heimsmetinu á þessu ári.Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra frá upphafi: 2015 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2014 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2013 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2012 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR (frjálsar íþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2011 Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir (sund) 2010 Erna Friðriksdóttir, Höttur Eglisstöðum (vetraríþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp (sund) 2009 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2008 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2007 Karen Björg Gísladóttir, Fjörður (sund) og Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes (borðtennis) 2006 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2005 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2004 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp (sund) 2003 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2002 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Ö. Ólafsson, Ösp (sund) 2001 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Bjarki Birgisson, ÍFR (sund) 2000 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfi (frjálsar íþróttir) 1999 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1998 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Pálmar Guðmundsson, ÍFR (sund) 1997 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1996 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1995 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1994 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1993 Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1992 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1991 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1990 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1989 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1988 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1987 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1986 Haukur Gunnarsson ÍFR (frjálsar íþróttir) 1985 Ína Valsdóttir, Ösp (sund) 1984 Jónas Óskarsson, Völsungi (sund) 1983 Sigurður Pétursson Ösp (sund) 1982 Elísabeth Vilhjálmsdóttir, ÍFR (bogfimi) 1981 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1980 Sigurrós Karlsdóttir, Akur (sund) 1979 Edda Bergmann, ÍFR (sund) 1978 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1977 Hörður Barðdal, ÍFR (sund)
Fréttir ársins 2015 Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Sjá meira