Talið er að Tashfeen Malik, konan sem átti þátt í skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun í Kaliforníu á miðvikudag, hafi lýsti yfir hollustu við leiðtoga ISIS-samtakanna á Facebook.
Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum segja að hún hafi notað dulnefni til þess að lýsa yfir hollustu við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS.
Mögulegt þykir að árásin hafi verið gerð í anda ISIS en ekkert þykir þó benda til þess að hryðjuverkasamtökin sjálf hafi fyrirskipað eða komið að árásinni með beinum hætti.
Malik og eiginmaður hennar, Syed Farook, skutu fjórtán manns til bana og særðu 21 í árásinni sem átti sér stað í borginni San Bernardino á vinnustað Syed. Þau féllu bæði eftir skotbardaga við lögreglu.
Rannsóknin á árásinni beinist nú fyrst og fremst að því hvort að deilur á vinnustað Syed um trúarbrögð hafi orsakað árásina en fjölskyldur hjónanna höfðu ekki vitneskju um það vopnabúr sem fannst á heimili þeirra.
Lýsti yfir hollustu við ISIS

Tengdar fréttir

Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu
Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund.

Skotárás talin vera hryðjuverk
Alríkislögreglan bandaríska telur skotárásina í Kaliforníu hafa verið hryðjuverk. Tekist er á um byssulöggjöf.

Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu
Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum.

Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu
„Það var greinilega eitthvað í bígerð.“

Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn
Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær.