Lögregluyfirvöld í Belgíu og Frakklandi leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa aðstoðað Salah Abdeslam sem er á flótta á undan lögreglu vegna aðildar sinnar að hryðjuverkunum í París.
Lögregluyfirvöld segja að mennirnir séu bæði vopnaðir og hættulegir en talið er að þeir hafi aðstoðað Abdeslam í að ferðast til Ungverjalands í september.
Abdeslam var stöðvaður á landamærum Ungverjalands og Austurríkis í september ásamt mönnunum tveimur sem voru með fölsk skilríki undir nöfnunum Soufiane Kayal og Samir Bouzid.
Saksóknari í Belgíu segir að mennirnir hafi komið fjármagni til frænda Abdelhamid Abaaoud sem talinn er vera höfuðpaur hryðjuverkanna í París.
Salah Abdeslam er enn á flótta undan lögregluyfirvöldum. Ekki liggur ljóst fyrir hvert hlutverk hans í hryðjuverkunum í París hafi nákvæmlega verið. Mögulegt þykir að hann hafi átt að vera áttundi árásarmaðurinn en guggnað á síðustu stundu og flúið til Belgíu.
Tveggja manna leitað í Belgíu og Frakklandi

Tengdar fréttir

Telja að Abdeslam hafi komist til Sýrlands
Frönsk yfirvöld hafa lýst eftir Saleh Abreslam og hefur umfangsmikil leit staðið yfir allt frá árásunum í París 13. nóvember.

Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann?
Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París.

Þjóðverjar til liðs við Frakka í baráttunni gegn ISIS
Þýski herinn mun senda herþotur og herskip til stuðnings loftárásum Frakka á ISIS í Sýrlandi.

Pútín opnar á nánara samstarf með Bandaríkjunum gegn ISIS
Þetta kom fram á fundi Vladimir Pútín og Francois Hollande í Moskvu í kvöld.

Bataclan opnar aftur á næsta ári
Einn eigenda staðarins segir að Bataclan eigi ekki að verða staður til að minnast hinna látnu eða staður fyrir pílagríma.