Innlent

„Það er bara vonskuveður um allt land“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mjög vont veður er um allt landið og ekki stefnir í að það lægi fyrr en annað kvöld. Ekkert ferðaveður verður á morgun.
Mjög vont veður er um allt landið og ekki stefnir í að það lægi fyrr en annað kvöld. Ekkert ferðaveður verður á morgun. Vísir/Pjetur
„Það er bara vonskuveður um allt land,“ segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands en enn á ný hefur veðrið á Íslandi minnt á sig og ekkki er útlit fyrir að veður lagist fyrr en annað kvöld. Ekkert ferðaveður verður á morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið að hvessa með kvöldina vestan til á landinu en búið er að loka Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum fyrir umferð vegna veðurs. 

Á Vestfjörðum er mjög slæmt veður þessa stundina og er í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum.

Norðvestan til er einnig farið að hvessa en í kvöld var lokað fyrir umferð á Öxnadalsheiði en þar sátu bílar fastir vegna veðurs. Sömu sögu er að segja norðaustan til en búið er að loka Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.

Ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en annað kvöld um allt land og að sögn vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni verður ekkert ferðaveður á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×