Innlent

Ikea lokar vegna veðurs

Jakob Bjarnar skrifar
Þórarinn segir þetta í fyrsta skipti sem verslunin loki -- það sé nokkuð sem menn gera ekki að gamni sínu.
Þórarinn segir þetta í fyrsta skipti sem verslunin loki -- það sé nokkuð sem menn gera ekki að gamni sínu.
„Við tökum þetta mjög alvarlega, við höfum aldrei lokað fyrr. Maður gerir þetta ekki að gamni sínu, fólk kemur langan veg gagngert til að fara,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri hjá Ikea.

Hann segir ekki hægt að bjóða starfsmönnum uppá það að verða strandaglópar, spáin sé hundleiðinleg. „Jafnvel í rafmagnsleysi í sólarhring eða lengur. Það gengur ekki. Öryggi starfsmanna og viðskiptavina er í fyrirrúmi.“

Sérlegur viðbúnaður er vegna geitarinnar, sem tekur á sig mikinn vind, einkum í þessari átt.
Vegna spár um ofsaveður í dag verður IKEA versluninni lokað klukkan fjögur síðdegis en opnunartími er alla jafna frá klukkan 11 til 21.

En, hvað verður með jólageitina góðu, hún hefur fokið um koll?

„Já, ég er búinn að senda sjálfum mér memó; ég hef notað stórvirkar vinnuvélar, dráttarvélar, keyrt upp að henni og stutt við hana með stórri vélskóflu ef vindur er mikill. Verið vindmegin við hana eða bundið í hana. Ég ætla að reyna að gera það sem ég get, þetta er veður sem fer akkúrat á hliðina á henni. Allar líkur á að hún fjúki ef ekkert er gert. Hún hefur fokið í ekki næstum eins miklu veðri,“ segir Þórarinn en geitin er stór og mikil og tekur á sig mikinn vind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×