Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti menn til að sýna stillingu í baráttunni gegn hryðjuverkum í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi.
Ræðuna hélt hann á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu, í tilefni árásanna í San Bernardino í Kalíforníu þar sem par myrti fjórtán og særði sautján á starfsmannaskemmtun. Forsetinn sagði að nú sé talið víst að parið hafi gert árásina innblásið af íslamskri öfgastefnu.
Hann varði síðan mestum tíma í að verja fyrirliggjandi stefnu Bandaríkjamanna í baráttunni við ISIS samtökin og lagði ekki til neinar breytingar á henni, þvert á það sem margir gagnrýnendur hans höfðu kallað eftir.
Núverandi blanda af loftárásum, stuðningi við bandamenn í Sýrlandi og Írak, diplómasía og aukin notkun á sérveitarmönnum muni gagnast best í baráttunni.
Forsetinn sagði ekki koma til greina að fara í allsherjarstríð á svæðinu sem taka muni tíma og kosta gríðarlega fjármuni. Það sé það sem ISIS menn vilji og því væri mikilvægt að halda ró sinni.
Baráttan gegn ISIS: Obama hvetur til stillingar

Tengdar fréttir

Skotárás talin vera hryðjuverk
Alríkislögreglan bandaríska telur skotárásina í Kaliforníu hafa verið hryðjuverk. Tekist er á um byssulöggjöf.

Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu
Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum.

Lýsti yfir hollustu við ISIS
Tashfeen Malik, annar árásarmannana í skotárásinni í San Bernardino í Kaliforníu á miðvikudag lýsti yfir hollustu við leiðtoga ISIS áður en að skotárásin var framin.

Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig
Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk.

Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn
Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær.