Dularfullir náttfarar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Um niðdimma nótt mæti ég sama fólkinu, nánast á sama stað, þar sem ég staulast til vinnu. Þetta er svo árla dags að það vottar ekki fyrir bílaumferð og þeir fáu sem eru á ferli virka mystískir. Mest þykir mér um konu eina sem er nokkuð mikil á velli og hefðarleg í fasi. Það er reisn yfir henni en þó er göngulag hennar sérkennilegt þar sem lappir hennar virðast ganga til sitt hvorrar hliðar en samt fikrast hún beint áfram. Eins verður á vegi mínum maður sem er ávallt klæddur í stuttbuxur og sandala. Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því þó Malaga sé við Costa del Sol eru morgnarnir svo naprir að ég kvefast lítillega meðan sá berleggjaði skundar hjá. Svo mæti ég tveimur konum með fimm mínútna millibili. Þær eru svo nauðalíkar að líklegast væru þær alveg eins ef ekki væri á þeim áratugar aldursmunur. Það má því segja að það séu tíu ár og fimm mínútur á milli þeirra. Allt er þetta fólk eins og góðkunningjar mínir. Ef ég rekst á það við aðrar aðstæður viðrast ég allur upp rétt eins og lítill krakki sem sér jólasvein eða unglingur sem sér Justin Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri. Ég hef aldrei yrt á þetta fólk þó að forvitnin eggi mig vissulega til þess. Það væri bara svo skrítið að stoppa fólkið af eina nóttina eftir að hafa látið það líða hjá afskiptalaust í þúsund og eina nótt. Sumir rekast á enn undarlegra fólk. Ég veit til dæmis um konu mikla sem vinnur í Malaga, er öll hin hefðarlegasta og hefur afskaplega sérstakt göngulag. Á leið til vinnu rekst hún á útlending sem virkar ósköp eðlilegur en hann leggur fólk á minnið sem hann mætir og skrifar síðan um það í útlenskt blað. Það sést nefnilega ekki utan á fólki hversu undarlegt það er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Um niðdimma nótt mæti ég sama fólkinu, nánast á sama stað, þar sem ég staulast til vinnu. Þetta er svo árla dags að það vottar ekki fyrir bílaumferð og þeir fáu sem eru á ferli virka mystískir. Mest þykir mér um konu eina sem er nokkuð mikil á velli og hefðarleg í fasi. Það er reisn yfir henni en þó er göngulag hennar sérkennilegt þar sem lappir hennar virðast ganga til sitt hvorrar hliðar en samt fikrast hún beint áfram. Eins verður á vegi mínum maður sem er ávallt klæddur í stuttbuxur og sandala. Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því þó Malaga sé við Costa del Sol eru morgnarnir svo naprir að ég kvefast lítillega meðan sá berleggjaði skundar hjá. Svo mæti ég tveimur konum með fimm mínútna millibili. Þær eru svo nauðalíkar að líklegast væru þær alveg eins ef ekki væri á þeim áratugar aldursmunur. Það má því segja að það séu tíu ár og fimm mínútur á milli þeirra. Allt er þetta fólk eins og góðkunningjar mínir. Ef ég rekst á það við aðrar aðstæður viðrast ég allur upp rétt eins og lítill krakki sem sér jólasvein eða unglingur sem sér Justin Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri. Ég hef aldrei yrt á þetta fólk þó að forvitnin eggi mig vissulega til þess. Það væri bara svo skrítið að stoppa fólkið af eina nóttina eftir að hafa látið það líða hjá afskiptalaust í þúsund og eina nótt. Sumir rekast á enn undarlegra fólk. Ég veit til dæmis um konu mikla sem vinnur í Malaga, er öll hin hefðarlegasta og hefur afskaplega sérstakt göngulag. Á leið til vinnu rekst hún á útlending sem virkar ósköp eðlilegur en hann leggur fólk á minnið sem hann mætir og skrifar síðan um það í útlenskt blað. Það sést nefnilega ekki utan á fólki hversu undarlegt það er.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun