Van Gaal: Mörkin munu koma hjá Martial Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2015 08:01 Van Gaal stendur þétt við bakið á Martial. vísir/getty Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, stendur þétt við bakið á franska framherjanum Anthony Martial þrátt fyrir að honum hafi gengið illa að skora að undanförnu. Martial, sem er nýorðinn 20 ára, kom til United frá Monaco á lokadegi félagaskipagluggans og fór frábærlega af stað með nýja liðinu. Martial skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með United en hefur síðan þá aðeins skorað eitt mark í 13 leikjum. Þrátt fyrir markaþurðina hefur Van Gaal trú á sínum manni en United mætir Wolfsburg í lokaleik sínum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Hann er mjög hæfileikaríkur. En hann er aðeins tvítugur og við verðum að gefa honum tíma. Það er alltaf erfitt þegar þú spilar fyrir lið eins og Manchester United en ég er sannfærður um að hann mun byrja að skora á ný,“ sagði Van Gaal. Martial verður að öllum líkindum í byrjunarliði United í Wolfsburg í kvöld en hinn framherji liðsins, Wayne Rooney, er frá vegna meiðsla. United er með átta stig í 2. sæti riðilsins og má ekki ná verri úrslitum en PSV Eindhoven sem er stigi á eftir enska liðinu. Hollensku meistararnir taka á móti CSKA Moskvu í kvöld. United hefur gengið bölvanlega að skora í undanförnum leikjum en þrátt fyrir það hefur Van Gaal trú á að mörkin komi fyrr en seinna. „Maður veit aldrei fyrir víst en að gefinni reynslu munu mörkin koma á endanum,“ sagði Hollendingurinn sem er á sínu öðru tímabili á Old Trafford. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Schweinsteiger gæti verið á leiðinni í þriggja leikja bann Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá Manchester United hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir framgöngu sína í leik Manchester United og West Ham um helgina. 7. desember 2015 20:51 Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 7. desember 2015 13:30 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, stendur þétt við bakið á franska framherjanum Anthony Martial þrátt fyrir að honum hafi gengið illa að skora að undanförnu. Martial, sem er nýorðinn 20 ára, kom til United frá Monaco á lokadegi félagaskipagluggans og fór frábærlega af stað með nýja liðinu. Martial skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með United en hefur síðan þá aðeins skorað eitt mark í 13 leikjum. Þrátt fyrir markaþurðina hefur Van Gaal trú á sínum manni en United mætir Wolfsburg í lokaleik sínum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Hann er mjög hæfileikaríkur. En hann er aðeins tvítugur og við verðum að gefa honum tíma. Það er alltaf erfitt þegar þú spilar fyrir lið eins og Manchester United en ég er sannfærður um að hann mun byrja að skora á ný,“ sagði Van Gaal. Martial verður að öllum líkindum í byrjunarliði United í Wolfsburg í kvöld en hinn framherji liðsins, Wayne Rooney, er frá vegna meiðsla. United er með átta stig í 2. sæti riðilsins og má ekki ná verri úrslitum en PSV Eindhoven sem er stigi á eftir enska liðinu. Hollensku meistararnir taka á móti CSKA Moskvu í kvöld. United hefur gengið bölvanlega að skora í undanförnum leikjum en þrátt fyrir það hefur Van Gaal trú á að mörkin komi fyrr en seinna. „Maður veit aldrei fyrir víst en að gefinni reynslu munu mörkin koma á endanum,“ sagði Hollendingurinn sem er á sínu öðru tímabili á Old Trafford.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Schweinsteiger gæti verið á leiðinni í þriggja leikja bann Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá Manchester United hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir framgöngu sína í leik Manchester United og West Ham um helgina. 7. desember 2015 20:51 Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 7. desember 2015 13:30 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira
Schweinsteiger gæti verið á leiðinni í þriggja leikja bann Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá Manchester United hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir framgöngu sína í leik Manchester United og West Ham um helgina. 7. desember 2015 20:51
Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 7. desember 2015 13:30