Van Gaal: Mörkin munu koma hjá Martial Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2015 08:01 Van Gaal stendur þétt við bakið á Martial. vísir/getty Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, stendur þétt við bakið á franska framherjanum Anthony Martial þrátt fyrir að honum hafi gengið illa að skora að undanförnu. Martial, sem er nýorðinn 20 ára, kom til United frá Monaco á lokadegi félagaskipagluggans og fór frábærlega af stað með nýja liðinu. Martial skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með United en hefur síðan þá aðeins skorað eitt mark í 13 leikjum. Þrátt fyrir markaþurðina hefur Van Gaal trú á sínum manni en United mætir Wolfsburg í lokaleik sínum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Hann er mjög hæfileikaríkur. En hann er aðeins tvítugur og við verðum að gefa honum tíma. Það er alltaf erfitt þegar þú spilar fyrir lið eins og Manchester United en ég er sannfærður um að hann mun byrja að skora á ný,“ sagði Van Gaal. Martial verður að öllum líkindum í byrjunarliði United í Wolfsburg í kvöld en hinn framherji liðsins, Wayne Rooney, er frá vegna meiðsla. United er með átta stig í 2. sæti riðilsins og má ekki ná verri úrslitum en PSV Eindhoven sem er stigi á eftir enska liðinu. Hollensku meistararnir taka á móti CSKA Moskvu í kvöld. United hefur gengið bölvanlega að skora í undanförnum leikjum en þrátt fyrir það hefur Van Gaal trú á að mörkin komi fyrr en seinna. „Maður veit aldrei fyrir víst en að gefinni reynslu munu mörkin koma á endanum,“ sagði Hollendingurinn sem er á sínu öðru tímabili á Old Trafford. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Schweinsteiger gæti verið á leiðinni í þriggja leikja bann Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá Manchester United hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir framgöngu sína í leik Manchester United og West Ham um helgina. 7. desember 2015 20:51 Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 7. desember 2015 13:30 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, stendur þétt við bakið á franska framherjanum Anthony Martial þrátt fyrir að honum hafi gengið illa að skora að undanförnu. Martial, sem er nýorðinn 20 ára, kom til United frá Monaco á lokadegi félagaskipagluggans og fór frábærlega af stað með nýja liðinu. Martial skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með United en hefur síðan þá aðeins skorað eitt mark í 13 leikjum. Þrátt fyrir markaþurðina hefur Van Gaal trú á sínum manni en United mætir Wolfsburg í lokaleik sínum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Hann er mjög hæfileikaríkur. En hann er aðeins tvítugur og við verðum að gefa honum tíma. Það er alltaf erfitt þegar þú spilar fyrir lið eins og Manchester United en ég er sannfærður um að hann mun byrja að skora á ný,“ sagði Van Gaal. Martial verður að öllum líkindum í byrjunarliði United í Wolfsburg í kvöld en hinn framherji liðsins, Wayne Rooney, er frá vegna meiðsla. United er með átta stig í 2. sæti riðilsins og má ekki ná verri úrslitum en PSV Eindhoven sem er stigi á eftir enska liðinu. Hollensku meistararnir taka á móti CSKA Moskvu í kvöld. United hefur gengið bölvanlega að skora í undanförnum leikjum en þrátt fyrir það hefur Van Gaal trú á að mörkin komi fyrr en seinna. „Maður veit aldrei fyrir víst en að gefinni reynslu munu mörkin koma á endanum,“ sagði Hollendingurinn sem er á sínu öðru tímabili á Old Trafford.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Schweinsteiger gæti verið á leiðinni í þriggja leikja bann Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá Manchester United hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir framgöngu sína í leik Manchester United og West Ham um helgina. 7. desember 2015 20:51 Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 7. desember 2015 13:30 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Schweinsteiger gæti verið á leiðinni í þriggja leikja bann Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá Manchester United hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir framgöngu sína í leik Manchester United og West Ham um helgina. 7. desember 2015 20:51
Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 7. desember 2015 13:30