Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu repúblikana í bandarísku forsetakosningum á næsta ári, varpaði enn einni sprengjunni í baráttunni í gær þegar hann lýsti þeirri skoðun sinni að loka ætti Bandaríkjunum alfarið fyrir öllum múslimum.
Trump sagði lokunina eiga að vera í gildi uns Bandaríkjamenn geti „áttað sig á“ afstöðu múslima í þeirra garð, eins og hann orðaði það.
Í frétt BBC kemur fram að Trump hafi látið orðin falla á kosningafundi í Suður-Karólínu og uppskorið ærlegt lófaklapp.
Aðrir frambjóðendur voru hins vegar snöggir til að fordæma ummælin. Talsmaður Bandaríkjastjórnargerði slíkt hið sama og sagði ummælin stangast á við gildi og þjóðaröryggisstefnu landsins.
Orð Trump koma í kjölfar árásar múslimsks pars sem drap fjórtán og særði 21 í San Bernardino í Kaliforníu í síðustu viku.
Trump vill loka Bandaríkjunum fyrir múslimum
Atli Ísleifsson skrifar
