Malik og Farook komu til Chicago í júlí 2014 Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 13:29 Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Mynd/Bandaríska landamæraeftirlitið Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Parið skaut fjórtán manns til bana á jólaskemmtun í San Bernardino í Kaliforníu í síðustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa nú birt mynd úr öryggismyndavél á flugvellinum í Chicago þar sem þau sjást fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka.Að sögn AP hafði parið orðið róttækt í skoðunum yfir lengri tíma og stundað skotæfingar á skotæfingasvæðum í Bandaríkjunum. Síðasta æfingin hafi verið einungis fjórum dögum áður en þeir skutu fjórtán og særðu 21 á jólaveislu vinnustaðar Farook í San Bernardino í Kaliforníu.Starfaði sem eftirlitsmaðurFarook starfaði sem eftirlitsmaður á veitingastöðum í San Bernardino. Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum af pakistönskum foreldrum sínum. Malik var pakistanskur innflytjandi sem kom til Bandaríkjanna og fékk dvalarleyfi eftir að hafa kvænst Farook. Farook og Malik féllu nokkrum klukkutímum eftir árásina eftir skotbardaga við lögreglu.Bróðirinn ötull baráttumaður gegn hryðjuverkumÁ sama tíma og Farook varð æ róttækari í skoðunum sínum hafði eldri bróðir hans – Syed Raheed Farook – unnið ötullega gegn hryðjuverkum. Reuters greinir frá því að eldri Farook-bróðirinn hafi fengið tvær viðurkenningar frá bandaríska sjóhernum fyrir framlag sitt í stríðinu gegn hryðjuverkum.Sjá einnig: Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Bræðurnir ólust báðir upp undir sama þaki, fóru í sama skóla og áttu marga sameiginlega vini. Enn er ekki vitað hvað olli því að yngri bróðirinn varð róttækur í skoðunum sínum. Shakib Ahmed, vinur bræðranna, segir í samtali við Reuters að yngri Farook-bróðirinn hafi verið alvarlegri og trúaðri en eldri bróðirinn. Einungis eldri bróðirinn gat fengið þann yngri til að breyta skapi. „Hann var vingjarnlegur við allra, en var ráðandi í eðli sínu. Hann gat öskrað á bróður sinn,“ segir Ahmed.Hittust á stefnumótasíðuSkömmu fyrir árásina í síðustu viku lýsti Malik trúmennsku við leiðtoga ISIS-samtakanna. Í enskumælandi útvarpsþætti ISIS-samtakanna er parinu lýst sem „hermönnum kalífadæmisins“ sem „féllu á vegi Allah“, segir AFP. James Comey, yfirmaður FBI, hefur áður sagt að ekkert bendi til þess að ISIS hafi skipulagt árásina með beinum hætti.Sjá einnig: Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu Reuters greinir frá því að Farook hafi skráð sig á stefnumótasíðu fyrir múslima árið 2013 þar sem hann sagðist vera að læra Kóraninn utanbókar og að hann leitaði að konu sem „tæki trú sína alvarlega og reyndi alltaf að bæta sig í trúnni og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.“ Þau Malik og Farook áttu saman sex mánaða gamalt barn. Tengdar fréttir Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Parið skaut fjórtán manns til bana á jólaskemmtun í San Bernardino í Kaliforníu í síðustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa nú birt mynd úr öryggismyndavél á flugvellinum í Chicago þar sem þau sjást fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka.Að sögn AP hafði parið orðið róttækt í skoðunum yfir lengri tíma og stundað skotæfingar á skotæfingasvæðum í Bandaríkjunum. Síðasta æfingin hafi verið einungis fjórum dögum áður en þeir skutu fjórtán og særðu 21 á jólaveislu vinnustaðar Farook í San Bernardino í Kaliforníu.Starfaði sem eftirlitsmaðurFarook starfaði sem eftirlitsmaður á veitingastöðum í San Bernardino. Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum af pakistönskum foreldrum sínum. Malik var pakistanskur innflytjandi sem kom til Bandaríkjanna og fékk dvalarleyfi eftir að hafa kvænst Farook. Farook og Malik féllu nokkrum klukkutímum eftir árásina eftir skotbardaga við lögreglu.Bróðirinn ötull baráttumaður gegn hryðjuverkumÁ sama tíma og Farook varð æ róttækari í skoðunum sínum hafði eldri bróðir hans – Syed Raheed Farook – unnið ötullega gegn hryðjuverkum. Reuters greinir frá því að eldri Farook-bróðirinn hafi fengið tvær viðurkenningar frá bandaríska sjóhernum fyrir framlag sitt í stríðinu gegn hryðjuverkum.Sjá einnig: Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Bræðurnir ólust báðir upp undir sama þaki, fóru í sama skóla og áttu marga sameiginlega vini. Enn er ekki vitað hvað olli því að yngri bróðirinn varð róttækur í skoðunum sínum. Shakib Ahmed, vinur bræðranna, segir í samtali við Reuters að yngri Farook-bróðirinn hafi verið alvarlegri og trúaðri en eldri bróðirinn. Einungis eldri bróðirinn gat fengið þann yngri til að breyta skapi. „Hann var vingjarnlegur við allra, en var ráðandi í eðli sínu. Hann gat öskrað á bróður sinn,“ segir Ahmed.Hittust á stefnumótasíðuSkömmu fyrir árásina í síðustu viku lýsti Malik trúmennsku við leiðtoga ISIS-samtakanna. Í enskumælandi útvarpsþætti ISIS-samtakanna er parinu lýst sem „hermönnum kalífadæmisins“ sem „féllu á vegi Allah“, segir AFP. James Comey, yfirmaður FBI, hefur áður sagt að ekkert bendi til þess að ISIS hafi skipulagt árásina með beinum hætti.Sjá einnig: Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu Reuters greinir frá því að Farook hafi skráð sig á stefnumótasíðu fyrir múslima árið 2013 þar sem hann sagðist vera að læra Kóraninn utanbókar og að hann leitaði að konu sem „tæki trú sína alvarlega og reyndi alltaf að bæta sig í trúnni og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.“ Þau Malik og Farook áttu saman sex mánaða gamalt barn.
Tengdar fréttir Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01
Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24
Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54