Færri jólagjafir úr H&M í ár Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 9. desember 2015 00:01 Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Fjögur þúsund manna samfélag án heilbrigðisþjónustu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun