Lögreglan í Frakklandi hefur borið kennsl á þriðja árásarmanninn sem sprengdi sig í loft upp við tónleikastaðinn Bataclan í París 13. nóvember síðastliðinn.
Franska dagblaðið Le Parisien segir þriðja manninn heita Fouad Mohamed-Aggad frá Strasbourg í Frakklandi. Segir blaðið hann hafa snúið aftur til Frakklands frá Sýrlandi í fyrra. Hinir tveir sem stóðu að árásinni voru Frakkinn Omar Ismail Mostefai og Samy Amimour.
Níutíu manns létust í árásinni.
Bataclan: Hafa borið kennsl á þriðja árásarmanninn

Tengdar fréttir

Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann?
Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París.

Frakkar minnast hinna föllnu
Í morgun var haldin minningarathöfn um þá sem létu lífið í hryðjuverkaárásanum í París.

Bataclan opnar aftur á næsta ári
Einn eigenda staðarins segir að Bataclan eigi ekki að verða staður til að minnast hinna látnu eða staður fyrir pílagríma.

Magnþrungin stund þegar Eagles of Death Metal kom aftur fram í París
Bandaríska rokksveitin Eagles of Death Metal kom fram í stutta stund á tónleikum U2 í Bercy höllinni í París í gærkvöldi.