Bubbi og DIMMA gefa út tvöfalda tónleikaplötu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2015 13:30 Það má búast við að þessi plata verði nokkuð góð. Samstarf Bubba Morthens og þungarokksveitarinnar DIMMU hefur slegið í gegn frá því að það var kynnt í lok árs 2014 og hefur eftirspurnin eftir þessum bræðingi verið gríðarlega mikil. Saman hafa þeir fyllt stærstu tónleikasali landsins og komu fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum síðastliðins sumars og nægir að nefna Þjóðhátíð, Eistnaflug, Hammondhátíð og Bræðsluna. DIMMA hefur fært tónlist Utangarðsmanna og Das Kapital í sinn þunga og harða búning og Bubbi smellpassar við sveitina enda hefur hann sjaldan verið harðari og í meiri rokkgír en einmitt núna. Í mars komu þessir félagar saman á tveimur stútfullum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sem þar sem hljóð og mynd voru tekin upp. Þessar upptökur koma núna út á tvöföldum geisla og mynddiski sem ber einfaldlega nafnið Bubbi OG DIMMA. Upptökur frá Bræðslunni 2015 koma með sem aukaefni á DVD diskinum en þar lék DIMMA nokkur af sínum þekktustu lögum áður en BUBBI steig á sviðið með þeim og tryllti stappfullan salinn með sínum mögnuðu rokklögum sem allir þekkja. Lög eins og Samband í Berlín, Hírósíma, Poppstjarnan og Blindsker fá að hljóma í ógurlegum útsetningum DIMMU. Frægt er orðið þegar ryðinu rigndi niður úr lofti braggans á Bræðslunni enda hefur annar eins kraftur sjaldan verið leystur þar úr læðingi þó að byggingin hafi staðið þarna í áratugi. Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikunum, þegar þessir mögnuðu listamenn tóku lagið Samband í Berlín eftir Utangarðsmenn. Tónlist Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Samstarf Bubba Morthens og þungarokksveitarinnar DIMMU hefur slegið í gegn frá því að það var kynnt í lok árs 2014 og hefur eftirspurnin eftir þessum bræðingi verið gríðarlega mikil. Saman hafa þeir fyllt stærstu tónleikasali landsins og komu fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum síðastliðins sumars og nægir að nefna Þjóðhátíð, Eistnaflug, Hammondhátíð og Bræðsluna. DIMMA hefur fært tónlist Utangarðsmanna og Das Kapital í sinn þunga og harða búning og Bubbi smellpassar við sveitina enda hefur hann sjaldan verið harðari og í meiri rokkgír en einmitt núna. Í mars komu þessir félagar saman á tveimur stútfullum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sem þar sem hljóð og mynd voru tekin upp. Þessar upptökur koma núna út á tvöföldum geisla og mynddiski sem ber einfaldlega nafnið Bubbi OG DIMMA. Upptökur frá Bræðslunni 2015 koma með sem aukaefni á DVD diskinum en þar lék DIMMA nokkur af sínum þekktustu lögum áður en BUBBI steig á sviðið með þeim og tryllti stappfullan salinn með sínum mögnuðu rokklögum sem allir þekkja. Lög eins og Samband í Berlín, Hírósíma, Poppstjarnan og Blindsker fá að hljóma í ógurlegum útsetningum DIMMU. Frægt er orðið þegar ryðinu rigndi niður úr lofti braggans á Bræðslunni enda hefur annar eins kraftur sjaldan verið leystur þar úr læðingi þó að byggingin hafi staðið þarna í áratugi. Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikunum, þegar þessir mögnuðu listamenn tóku lagið Samband í Berlín eftir Utangarðsmenn.
Tónlist Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira