Handbolti

Dönsku stelpurnar töpuðu óvænt | Úrslitin á HM kvenna í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danska landsliðskonan Anne Mette Hansen leyndi ekki vonbrigðum sínum í kvöld.
Danska landsliðskonan Anne Mette Hansen leyndi ekki vonbrigðum sínum í kvöld. Vísir/Getty
Danska kvennalandsliðið tapaði sínum fyrsta leik á HM kvenna í handbolta í kvöld en mótið fer einmitt að þessu sinni fram í Danmörku.

Dönsku stelpurnar voru búnar að vinna þrjá fyrstu leiki sína á mótinu en töpuðu með sjö marka mun á móti Ungverjum í kvöld, 29-22.

Danska liðið datt þar með niður í þriðja sæti riðilsins. Svartfjallaland vann öruggan sigur á Túnis og er með einu stigi meira en Ungverjaland og Danmörk. Öll liðin eru komin áfram í sextán liða úrslitin.

Ungverska liðið hafði tapaði með 17 marka mun á móti Svartfjallalandi daginn áður en sýndi allt annan og betri leik í kvöld.  

Ungverjar komust í 6-2 í upphafi leiks og voru 15-12 yfir í hálfleik. Munurinn varð síðan mestur tíu mörk en danska liðið lagaði stöðuna með því að skora þrjú síðustu mörkin.

Holland og Svíþjóð unnu bæði sinn leik í dag og eru efstu og jöfn í B-riðlinum. Pólverjar unnu Angóla og hafa líka tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum. Pólska liðið er bara einu stigi á eftir efstu liðunum og mætir Hollandi í lokaumferðinni.



Úrslit dagsins á HM kvenna í handbolta

A-riðill:

Svartfjallaland - Túnis 37-26

Serbía - Japan 27-22

Ungverjaland - Danmörk 29-22

B-riðill:

Kúba - Holland 23-45

Angóla - Pólland 27-29

Svíþjóð - Kína 47-28




Fleiri fréttir

Sjá meira


×