Veltir fyrir sér fallegum hlutum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 09:00 Guðmundur, Örn, Helgi, Atli og Tómas eru í rífandi stuði. Vísir/AntonBrink „Það er búið að standa til lengi að koma með frumsamið efni á heilli plötu en svo var bara svo margt annað sem knúði á,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson sem sendi á dögunum frá sér plötuna Veröldin er ný. Talsvert langt er síðan Helgi sendi síðast frá sér plötu með frumsömdu efni en hann segist hafa ákveðið að sig langaði til þess að syngja lög eftir aðra og með því takast á við aðrar áskoranir en hann var vanur sem söngvari. Nú er komið að því að koma eigin efni frá sér. „Það er alltaf rosalega gaman, það hefur miklu meiri vigt hjá manni. Það er stærri tjáning og maður kafar aðeins dýpra og reynir að segja eitthvað sem manni finnst skipta máli þó að það séu ekki endilega einhverjir heims- eða heimapólitískir hlutir,“ segir hann og bætir við að á plötunni velti hann aðallega fyrir sér fallegum hlutum. „Ég horfði til baka og fór í minningabankann og skoðaði hvernig tíminn fer með mann stundum, og svo líka svona rómantík og er aðallega að velta fyrir mér fallegum hlutum,“ segir hann og bætir hress við: „Svo varð ég náttúrulega að taka einn svona rokkara með. Það varð að vera einn svoleiðis með.“ Texta við lög sín hefur Helgi yfirleitt samið einn en fékk til liðs við sig Atla Bollason og segir hann það hafa verið skemmtilega nýbreytni og að hann hafi haft gaman af samtalinu. „Það er svona eins og stórmeistararnir hafa gert í gegnum tíðina, Lennon og McCartney og svo framvegis og framvegis endalaust.“ Í tilefni af útgáfu plötunnar verður efnt til útgáfutónleika þar sem þeir Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar, Örn Eldjárn, Tómas Jónsson og Samúel J. Samúelsson ásamt blásarasveit leika með Helga. Staðsetningu tónleikanna verður haldið leyndri til hádegis sjálfan tónleikadaginn. „Þetta var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara þannig við ákváðum að sveipa þetta svolítilli dulúð,“ segir Helgi dularfullur og bætir við: „Það hefur alltaf verið smá svona stríðni í mér, mér finnst það skemmtilegt element svo lengi sem fólk finnur ekki fyrir því á neikvæðan hátt andlega eða líkamlega.“ Hann gefur þó upp að tónleikarnir verði haldnir einhvers staðar í 101 Reykjavík og fara þeir fram næstkomandi fimmtudag og hefjast klukkan 21.00 og er hægt að nálgast miða á Midi.is.Helgi flutti lagið eitt laga plötunnar, Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers, ásamt hljómsveit sinni á Hlustendaverðlaununum fyrr í ár. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan. Menning Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Það er búið að standa til lengi að koma með frumsamið efni á heilli plötu en svo var bara svo margt annað sem knúði á,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson sem sendi á dögunum frá sér plötuna Veröldin er ný. Talsvert langt er síðan Helgi sendi síðast frá sér plötu með frumsömdu efni en hann segist hafa ákveðið að sig langaði til þess að syngja lög eftir aðra og með því takast á við aðrar áskoranir en hann var vanur sem söngvari. Nú er komið að því að koma eigin efni frá sér. „Það er alltaf rosalega gaman, það hefur miklu meiri vigt hjá manni. Það er stærri tjáning og maður kafar aðeins dýpra og reynir að segja eitthvað sem manni finnst skipta máli þó að það séu ekki endilega einhverjir heims- eða heimapólitískir hlutir,“ segir hann og bætir við að á plötunni velti hann aðallega fyrir sér fallegum hlutum. „Ég horfði til baka og fór í minningabankann og skoðaði hvernig tíminn fer með mann stundum, og svo líka svona rómantík og er aðallega að velta fyrir mér fallegum hlutum,“ segir hann og bætir hress við: „Svo varð ég náttúrulega að taka einn svona rokkara með. Það varð að vera einn svoleiðis með.“ Texta við lög sín hefur Helgi yfirleitt samið einn en fékk til liðs við sig Atla Bollason og segir hann það hafa verið skemmtilega nýbreytni og að hann hafi haft gaman af samtalinu. „Það er svona eins og stórmeistararnir hafa gert í gegnum tíðina, Lennon og McCartney og svo framvegis og framvegis endalaust.“ Í tilefni af útgáfu plötunnar verður efnt til útgáfutónleika þar sem þeir Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar, Örn Eldjárn, Tómas Jónsson og Samúel J. Samúelsson ásamt blásarasveit leika með Helga. Staðsetningu tónleikanna verður haldið leyndri til hádegis sjálfan tónleikadaginn. „Þetta var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara þannig við ákváðum að sveipa þetta svolítilli dulúð,“ segir Helgi dularfullur og bætir við: „Það hefur alltaf verið smá svona stríðni í mér, mér finnst það skemmtilegt element svo lengi sem fólk finnur ekki fyrir því á neikvæðan hátt andlega eða líkamlega.“ Hann gefur þó upp að tónleikarnir verði haldnir einhvers staðar í 101 Reykjavík og fara þeir fram næstkomandi fimmtudag og hefjast klukkan 21.00 og er hægt að nálgast miða á Midi.is.Helgi flutti lagið eitt laga plötunnar, Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers, ásamt hljómsveit sinni á Hlustendaverðlaununum fyrr í ár. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan.
Menning Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira