Nýtt myndband frá PSY: Ætlar sér að koma útvíðum buxum aftur á kortið Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 19:50 Hinn suður-kóreski PSY fer sem fyrr mikinn í myndböndum sínum. Útvíðar buxur, furðuleg galdrabrögð með plastsverðum og tunnur munu öll njóta umtalsverðra vinsælda ef nýjasta myndband PSY fer á flug. Lagið heitir 나팔바지(NAPAL BAJI) sem samkvæmt Google Translate þýðir „Trompetbuxur.“ Hvort það vísi til útvíðu buxnanna sem sá suður-kóreski skartar í myndbandinu skal ósagt látið. Þó er alls ekki ólíklegt að landar hans muni nú klæðast þeim í auknum mæli en allt sem popparinn hefur látið frá sér í gegnum tíðinna hefur notið ómældra vinsælda. Ekki þarf að líta lengra en til fyrsta ofursmells PSY, Gangnam style, sem er það myndband sem hefur fengið flest áhorf í sögu internetsins. Lagið er sagt vera gagnrýni á neysluhyggjuna í suður-kóresku samfélagi og er Gangnam vísun í samnefnt hverfi í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Trompetbuxurnar rötuðu á vefinn í dag og ekki er útilokað að í þeim sé hápólitískur undirtónn. Það verður þó ekki fullyrt að svo stöddu – einfaldlega vegna lakrar suður-kóresku blaðamanns. Myndbandið við lagið má þó sjá hér að neðan en það hefur fengið um 180 þúsund áhorf það sem af er degi. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Útvíðar buxur, furðuleg galdrabrögð með plastsverðum og tunnur munu öll njóta umtalsverðra vinsælda ef nýjasta myndband PSY fer á flug. Lagið heitir 나팔바지(NAPAL BAJI) sem samkvæmt Google Translate þýðir „Trompetbuxur.“ Hvort það vísi til útvíðu buxnanna sem sá suður-kóreski skartar í myndbandinu skal ósagt látið. Þó er alls ekki ólíklegt að landar hans muni nú klæðast þeim í auknum mæli en allt sem popparinn hefur látið frá sér í gegnum tíðinna hefur notið ómældra vinsælda. Ekki þarf að líta lengra en til fyrsta ofursmells PSY, Gangnam style, sem er það myndband sem hefur fengið flest áhorf í sögu internetsins. Lagið er sagt vera gagnrýni á neysluhyggjuna í suður-kóresku samfélagi og er Gangnam vísun í samnefnt hverfi í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Trompetbuxurnar rötuðu á vefinn í dag og ekki er útilokað að í þeim sé hápólitískur undirtónn. Það verður þó ekki fullyrt að svo stöddu – einfaldlega vegna lakrar suður-kóresku blaðamanns. Myndbandið við lagið má þó sjá hér að neðan en það hefur fengið um 180 þúsund áhorf það sem af er degi.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira