Bubbi segir að aðeins konur spili á þessari plötu.
„Þetta er rokk, pönk, popp og folk. Það er meira eða minna verið að syngja um konur á þessari plötu. Ég er að syngja um atburði sem ég hef lesið í blöðunum, andlát fjórtán ára stúlku, þarna er ég að syngja um flóttafólk sem hefur komið til Íslands, ég er að syngja um konurnar sem var drekkt í drekkingahyl, ég er að syngja lag til dóttur minnar og margt fleira.“
Bubbi segir að platan sé bæði hugljúf og rammpólitísk. Lagið Þarna flýgur ríka fólkið var spilað í fyrsta sinn í þættinum og heyra má það hér að neðan.