Viðskipti erlent

Sjálfkeyrandi bíll Volvo væntanlegur 2017

Sæunn Gísladóttir skrifar
Með sjálfkeyrandi bíl Volvo verður hægt að lesa eða horfa á sjónvarpið á meðan bíllinn keyrir mann í vinnuna.
Með sjálfkeyrandi bíl Volvo verður hægt að lesa eða horfa á sjónvarpið á meðan bíllinn keyrir mann í vinnuna. Vísir/Volvo
Bílaframleiðandinn Volvo tilkynnti á dögunum að stefnt sé að því að koma sjálfkeyrandi bíl fyrirtækisins á markað eftir tvö ár. Ef áætlanir ganga eftir mun bíll Volvo þá vera kominn á markað á undan sjálfkeyrandi bílum Google og Ford.

Volvo kynnti bílinn, sem hefur fengið nafnið Concept 26, í vikunni. Nafnið vísar til þess að meðalmaður eyði 26 mínútum í að keyra til vinnu á hverjum degi.Volvo birti myndir af bílnum að innan, en engar myndir að utan, til þess að undirstrika upplifunina á því að sitja eða keyra bílnum. Að innan lítur bíllinn meira út eins og sætaröð í business class í flugvél, frekar en hefðbundinn fólksbíll.

Þegar ýtt er á sjálkeyrandi stillinguna hverfur stýrið og í staðinn kemur upp skjár. Þannig getur eigandi bílsins notið þess að horfa á uppáhalds þætti sína eða kvikmyndir á meðan á akstrinum stendur.

Google hefur sagt að sjálfkeyrandi bíll þeirra sé ekki væntanlegur á markað fyrr en árið 2020 og Ford segir bílinn sinn ekki verða tilbúinn fyrr en eftir fjögur ár. Því er ljóst að ef áætlanir standast verði Volvo með fyrsta sjálfkeyrandi bílinn á götunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×