Sullivan og McIlroy mynda lokahollið í Dubai 21. nóvember 2015 13:56 Andy Sullivan þakkar áhorfendum eftir þriðja hring í morgun. Getty. Andy Sullivan er enn í efsta sæti á Dubai World Tour meistaramótinu en þegar að 18 holur eru óleiknar er hann á 16 höggum undir pari. Rory McIlroy andar þó ofan í hálsmálið á honum en Norður-Írinn ungi kemur í öðru sæti á 15 höggum undir pari eftir frábæran þriðja hring upp á sjö högg undir pari. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og gæti hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun. Dubai World Tour meistaramótið er leikið á hinu glæslega Jumeirah golfsvæði í Dubai en það er jafnframt lokamót Evrópumótaraðarinnar þetta tímabilið. Því eru háar fjárhæðir í verðlaun en þeir 60 kylfingar sem eru meðal þátttakenda skipta með sér yfir milljarði íslenskra króna í verðlaunafé. Lokahringurinn ætti því að verða spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 07:30 í fyrramálið. Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Andy Sullivan er enn í efsta sæti á Dubai World Tour meistaramótinu en þegar að 18 holur eru óleiknar er hann á 16 höggum undir pari. Rory McIlroy andar þó ofan í hálsmálið á honum en Norður-Írinn ungi kemur í öðru sæti á 15 höggum undir pari eftir frábæran þriðja hring upp á sjö högg undir pari. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og gæti hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun. Dubai World Tour meistaramótið er leikið á hinu glæslega Jumeirah golfsvæði í Dubai en það er jafnframt lokamót Evrópumótaraðarinnar þetta tímabilið. Því eru háar fjárhæðir í verðlaun en þeir 60 kylfingar sem eru meðal þátttakenda skipta með sér yfir milljarði íslenskra króna í verðlaunafé. Lokahringurinn ætti því að verða spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 07:30 í fyrramálið.
Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira