Sullivan og McIlroy mynda lokahollið í Dubai 21. nóvember 2015 13:56 Andy Sullivan þakkar áhorfendum eftir þriðja hring í morgun. Getty. Andy Sullivan er enn í efsta sæti á Dubai World Tour meistaramótinu en þegar að 18 holur eru óleiknar er hann á 16 höggum undir pari. Rory McIlroy andar þó ofan í hálsmálið á honum en Norður-Írinn ungi kemur í öðru sæti á 15 höggum undir pari eftir frábæran þriðja hring upp á sjö högg undir pari. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og gæti hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun. Dubai World Tour meistaramótið er leikið á hinu glæslega Jumeirah golfsvæði í Dubai en það er jafnframt lokamót Evrópumótaraðarinnar þetta tímabilið. Því eru háar fjárhæðir í verðlaun en þeir 60 kylfingar sem eru meðal þátttakenda skipta með sér yfir milljarði íslenskra króna í verðlaunafé. Lokahringurinn ætti því að verða spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 07:30 í fyrramálið. Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Andy Sullivan er enn í efsta sæti á Dubai World Tour meistaramótinu en þegar að 18 holur eru óleiknar er hann á 16 höggum undir pari. Rory McIlroy andar þó ofan í hálsmálið á honum en Norður-Írinn ungi kemur í öðru sæti á 15 höggum undir pari eftir frábæran þriðja hring upp á sjö högg undir pari. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og gæti hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun. Dubai World Tour meistaramótið er leikið á hinu glæslega Jumeirah golfsvæði í Dubai en það er jafnframt lokamót Evrópumótaraðarinnar þetta tímabilið. Því eru háar fjárhæðir í verðlaun en þeir 60 kylfingar sem eru meðal þátttakenda skipta með sér yfir milljarði íslenskra króna í verðlaunafé. Lokahringurinn ætti því að verða spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 07:30 í fyrramálið.
Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira