Sport

Frjálsíþróttaaðstaðan í Kaplakrika sögð vera ein sú besta í Evrópu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær aðstaða.
Frábær aðstaða. vísir
Nýtt frjálsíþróttahús FH hefur gjörbreytt allri umgjörð og aðstöðu hjá frjálsíþróttadeild félagsins. Aðstaðan þar er ein sú besta í Evrópu.

„Við erum gríðarlega ánægð hvernig til hefur tekist,“ segir Ragnheiður Ólafsdóttir, þjálfari hjá FH.

„Það hafa margir sagt að Þetta sé bara eitt af bestu keppnis- og æfingarhúsum í Evrópu. Þetta hefur strax sannað notagildi sitt. Síðastliðin Íslandsmót sem var haldið hér gekk vonum framar.“

Æfingaaðstæðurnar fyrir kastgreinar gerast vart betri í húsinu.

„Ég hef séð nokkrar innanhúsaðstæður í heiminum og þetta er klárlega sú besta sem ég hef séð,“ segir Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastari.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir hefur tryggt sér þátttökurétt í 400 metra grindahlaupi á Evrópumeistaramótinu í Hollandi á næsta ári. Hún bætti sinn besta árangur á árinu og er fjórða stigahæsta frjálsíþróttakona ársins.

„Ég æfði í Laugardalshöllinni sem er kannski svipuð aðstaða, en hún var ekkert alltaf opin. Að æfa hér er frábært. Ég get alltaf komið, hvenær sem er.“

Hér að neðan má sjá innslag sem Guðjón Guðmundsson vann fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×