Sextán handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2015 23:13 Frá aðgerðum lögreglu í Brussel í kvöld. Vísir/Getty Belgíska lögreglan handtók sextán manns í umfangsmiklum aðgerðum sem staðið hafa yfir í Brussel, nágrenni belgísku höfuðborgarinnar og víðar í Belgíu í kvöld. Sala Abdeslam, sem talinn er lykilmaður í hryðjuverkunum í París fyrir rúmri viku, gengur enn laus. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem belgíski saksóknarinn Eric van der Sypt boðaði til klukkan 23:30 að íslenskum tíma í kvöld. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum lögreglu og var farið fram á að fjölmiðlar hefðu sig lítið í frammi í kvöld og sömuleiðis notendur samfélagsmiðla á meðan á aðgerðunum stæði.Blaðamönnum gafst ekki kostur á að spyrja saksóknara út í atburði kvöldsins en fram kom í máli saksóknara að á morgun komi í ljós hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sextán eða hluta þeirra. Engar upplýsingar voru gefnar um hverjir hinir sextán væru. Nítján húsleitir fóru fram í Brussel og nágrenni í kvöld og þrjár til viðbótar í borginni Charleroi. Hvorki fundust skotvopn né sprengiefni við leit lögreglu að því er fram kom í máli saksóknarans.Að neðan má sjá mynd frá blaðamannafundinum í Brussel í kvöld.#BrusselLockDown update starting now pic.twitter.com/io9evOfQZI— Jonathan Swain (@SwainITV) November 22, 2015 Særðu ökumann Lögregla særði ökumann sem sinnti ekki skipunum í Molenbeek hverfinu í kvöld. Hann var handtekinn en ekki liggur fyrir hvort maðurinn tengist aðgerðum lögreglu er snúa að yfirvofandi hryðjuverkaógn í Evrópu. Getgátur voru uppi í miðlum ytra að Sala Abdeslam hefði mögulega verið handtekinn í kvöld en saksóknari staðfesti að svo væri ekki. Hann gengi enn laus. Yfirvöld í Belgíu lýstu yfir hæsta viðbúnaðarstigi í borginni í kvöld og hefur forsætisráðherra Belgíu, Charles Michael, lýst því yfir að skólar, háskólar og lestarkerfi borgarinnar yrðu lokuð á morgun. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í gær, laugardag, sem leiddi til þess að verslunum, kaffihúsum og opinberum byggingum var lokað.Blaðamannafundur saksóknara var í beinni útsendingu á Sky News sem fylgist áfram vel með gangi mála. Útsendinguna má sjá hér að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá blaðamannfundinn.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 23:59 Flóttamenn Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Belgíska lögreglan handtók sextán manns í umfangsmiklum aðgerðum sem staðið hafa yfir í Brussel, nágrenni belgísku höfuðborgarinnar og víðar í Belgíu í kvöld. Sala Abdeslam, sem talinn er lykilmaður í hryðjuverkunum í París fyrir rúmri viku, gengur enn laus. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem belgíski saksóknarinn Eric van der Sypt boðaði til klukkan 23:30 að íslenskum tíma í kvöld. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum lögreglu og var farið fram á að fjölmiðlar hefðu sig lítið í frammi í kvöld og sömuleiðis notendur samfélagsmiðla á meðan á aðgerðunum stæði.Blaðamönnum gafst ekki kostur á að spyrja saksóknara út í atburði kvöldsins en fram kom í máli saksóknara að á morgun komi í ljós hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sextán eða hluta þeirra. Engar upplýsingar voru gefnar um hverjir hinir sextán væru. Nítján húsleitir fóru fram í Brussel og nágrenni í kvöld og þrjár til viðbótar í borginni Charleroi. Hvorki fundust skotvopn né sprengiefni við leit lögreglu að því er fram kom í máli saksóknarans.Að neðan má sjá mynd frá blaðamannafundinum í Brussel í kvöld.#BrusselLockDown update starting now pic.twitter.com/io9evOfQZI— Jonathan Swain (@SwainITV) November 22, 2015 Særðu ökumann Lögregla særði ökumann sem sinnti ekki skipunum í Molenbeek hverfinu í kvöld. Hann var handtekinn en ekki liggur fyrir hvort maðurinn tengist aðgerðum lögreglu er snúa að yfirvofandi hryðjuverkaógn í Evrópu. Getgátur voru uppi í miðlum ytra að Sala Abdeslam hefði mögulega verið handtekinn í kvöld en saksóknari staðfesti að svo væri ekki. Hann gengi enn laus. Yfirvöld í Belgíu lýstu yfir hæsta viðbúnaðarstigi í borginni í kvöld og hefur forsætisráðherra Belgíu, Charles Michael, lýst því yfir að skólar, háskólar og lestarkerfi borgarinnar yrðu lokuð á morgun. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í gær, laugardag, sem leiddi til þess að verslunum, kaffihúsum og opinberum byggingum var lokað.Blaðamannafundur saksóknara var í beinni útsendingu á Sky News sem fylgist áfram vel með gangi mála. Útsendinguna má sjá hér að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá blaðamannfundinn.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 23:59
Flóttamenn Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52