Nú eru strákarnir komnir út fyrir landssteinanna og mættir til Tyrklands til að þefa uppi ný ævintýri og fjör.
Um er að ræða einskonar vídeóblogg þar sem þeir félagarnir tóku upp hvern dag fyrir sig.
Í þessum þætti byrjuðu strákarnir á því að fara á Jet-ski og skemmtu sér greinilega konunglega. Því næst var farið í vatnsrennibrautagarðinn á hótelinu og síðan fóru þeir Davíð og Binni saman á rómantískt stefnumót. Þeir enduðu síðan kvöldið á því að fara í keilu.
Fullt af skemmtilegu efni í nýjasta þættinum af Illa förnum, þáttur sem kemur þér í gegnum mánudaginn.
Samtals verða þetta 5 þættir frá Tyrklands för strákanna, þættirnir koma inn á mánudögum næstu vikurnar hér á Vísi.