Pistlahöfundur á lyfjum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. nóvember 2015 09:00 Skrautbúinn maður rétti mér miða. Ég leit á og sá að hann var að bjóða stinningarlyf, vörn gegn illa auganu, seið til að vinna ástir kvenna og síðan sérstakt lygalyf. Þetta vakti athygli mína þó ég sé ýmsu vanur á leið minni heim úr vinnu enda margt kynlegra kvista í Malagaborg. Ég spurði hann út í lygalyfið. Hann opnaði þá leðurskjóðu mikla og rétti síðan fram lítinn poka með hvítu dufti og opnaði hann. Þetta leit út eins og kókaín eða hreinlega lyftiduft. Svo sagði hann stoltur: „Með þessu er hægt að ljúga kinnroðalaust hverju sem er, meira að segja sálfræðingar gætu ekki greint þar nokkuð gruggugt. Þar sem það eru kosningar í næsta mánuði býð ég sérstakan afslátt.“ Ég hef séð aðeins of margar bíómyndir um dagana svo ég dýfði löngutöng ofan í pokann og stakk síðan puttanum upp í mig. Maðurinn, sem sagðist vera frá Nígeríu, var ekki ánægður með þetta. Spurði hvern fjárann ég væri að hugsa, þetta væri rándýrt efni, unnið úr nashyrningahorni og sænsku skapahári. Hann vildi rukka mig um tvo skammta. Mér þótti þetta náttúrlega afskaplega leitt en ekki lengi þó. Ég var nefnilega rétt kominn fyrir horn þegar lögreglumaður gómaði mig og spurði hvað ég hefði verið að vilja með kaupmanninum atarna. Mér til mikillar hrellingar komst ég að því að ég gat engu logið að lögreglunni og átti ég þó að vera búinn með dágóðan skammt af lygalyfinu. Þetta hefur allt verið lygi hjá honum bölvuðum, hugsaði ég með mér. Svo kom ég heim, ákvað að breyta svolítið til og setti hár mitt í tagl. Síðan settist ég niður við tölvuna og ákvað að fara að skrifa þennan pistil. Allt í einu þegar ég var búinn að opna word-skjalið fann ég að lyfið var farið að virka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skrautbúinn maður rétti mér miða. Ég leit á og sá að hann var að bjóða stinningarlyf, vörn gegn illa auganu, seið til að vinna ástir kvenna og síðan sérstakt lygalyf. Þetta vakti athygli mína þó ég sé ýmsu vanur á leið minni heim úr vinnu enda margt kynlegra kvista í Malagaborg. Ég spurði hann út í lygalyfið. Hann opnaði þá leðurskjóðu mikla og rétti síðan fram lítinn poka með hvítu dufti og opnaði hann. Þetta leit út eins og kókaín eða hreinlega lyftiduft. Svo sagði hann stoltur: „Með þessu er hægt að ljúga kinnroðalaust hverju sem er, meira að segja sálfræðingar gætu ekki greint þar nokkuð gruggugt. Þar sem það eru kosningar í næsta mánuði býð ég sérstakan afslátt.“ Ég hef séð aðeins of margar bíómyndir um dagana svo ég dýfði löngutöng ofan í pokann og stakk síðan puttanum upp í mig. Maðurinn, sem sagðist vera frá Nígeríu, var ekki ánægður með þetta. Spurði hvern fjárann ég væri að hugsa, þetta væri rándýrt efni, unnið úr nashyrningahorni og sænsku skapahári. Hann vildi rukka mig um tvo skammta. Mér þótti þetta náttúrlega afskaplega leitt en ekki lengi þó. Ég var nefnilega rétt kominn fyrir horn þegar lögreglumaður gómaði mig og spurði hvað ég hefði verið að vilja með kaupmanninum atarna. Mér til mikillar hrellingar komst ég að því að ég gat engu logið að lögreglunni og átti ég þó að vera búinn með dágóðan skammt af lygalyfinu. Þetta hefur allt verið lygi hjá honum bölvuðum, hugsaði ég með mér. Svo kom ég heim, ákvað að breyta svolítið til og setti hár mitt í tagl. Síðan settist ég niður við tölvuna og ákvað að fara að skrifa þennan pistil. Allt í einu þegar ég var búinn að opna word-skjalið fann ég að lyfið var farið að virka.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun