Gunnhildur og Sandra gerðu betur en flestar hafa gert í fyrsta EM-leik sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 09:15 Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir. Mynd/KKÍ/Gunnar Freyr Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir spiluðu vel í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2017 en þær voru báðar að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni. Það hafa ekki margar íslenskar landsliðskonur hafa gert betur í frumraun sinni í Evrópukeppni en þær Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir. KKÍ tók þetta saman á síðu sinni. Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum úti í Ungverjalandi en hún skoraði 12 stig í leiknum, sex stig í hvorum hálfleik. Hún komst í hóp með þeim sem hafa skorað flest stig í frumraun sinni í Evrópukeppni. Það eru í raun bara tveir leikmenn sem hafa skorað meira en Gunnhildur í sínum fyrsta leik í Evrópukeppni.Það er þær Helena Sverrisdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Birna er einnig sú eina sem hefur skorað fleiri þrista en Gunnhildur í frumraun sinni í Evrópukeppni. Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig í fyrsta EM-leiknum sínum sem var á móti Hollandi í Rotterdam 9. september 2006 en Birna Valgarðsdóttir skoraði 16 stig í þessum sama leik sem var fyrsti Evrópuleikur íslenska kvennalandsliðsins. Birna skoraði þrjár þriggja stiga körfur í þessum fyrsta leik sínum en Gunnhildur skoraði tvo þrista á móti Ungverjum á laugardaginn. Tvær aðrar hafa skorað tvær þriggja stiga körfur í fyrsta EM-leiknum en það eru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir. Sandra Lind Þrastardóttir lék einnig sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Miskolc og tók í honum níu fráköst þar af sex þeirra í sókn. Tveir leikmenn hafa náð að taka fleiri fráköst í sínum fyrsta EM-leik en það eru þær Signý Hermannsdóttir (13) og Helena Sverrisdóttir (10).Flest stig í sínum fyrsta EM-leik: Helena Sverrisdóttir (Holland, 2006) 25 stig Birna Valgarðsdóttir (Holland, 2006) 16 stigGunnhildur Gunnarsdóttir (Ungverjaland, 2015) 12 stig Signý Hermannsdóttir (Holland, 2006) 8 stig Kristrún Sigurjónsdóttir (Holland, 2006) 8 stig Svava Ósk Stefánsdóttir (Holland, 2007) 6 stig María Ben Erlingsdóttir (Holland, 2006) 2 stig Hildur Sigurðardóttir (Holland, 2006) 2 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir (Slóvenía, 2008) 2 stig Sandra Lind Þrastardóttir (Ungverjaland, 2015) 1 stigFlest fráköst í sínum fyrsta EM-leik: Signý Hermannsdóttir (Holland, 2006) 13 fráköst Helena Sverrisdóttir (Holland, 2006) 10 fráköstSandra Lind Þrastardóttir (Ungverjaland, 2015) 9 fráköst Kristrún Sigurjónsdóttir (Holland, 2006) 5 fráköst Pálína Gunnlaugsdóttir (Holland, 2006) 5 fráköst Gunnhildur Gunnarsdóttir (Ungverjaland, 2015) 4 fráköst María Ben Erlingsdóttir Holland 2006 4 fráköst Unnur Tara Jónsdóttir(Holland, 2007) 4 fráköst Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Helena: Tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum „Þetta var og stórt tap og gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum.“ 22. nóvember 2015 11:00 Helena og Gunnhildur hafa spilað alla leikina frá upprisunni Tvær landsliðskonur hafa spilað alla 19 landsleiki Íslands frá því að íslenska kvennalandsliðið var endurvakið árið 2012. 20. nóvember 2015 16:00 Ísland tapaði fyrir Ungverjum: „Í fyrsta skipti í langan tíma sem maður var stressaður“ „Mér fannst við bara sýna alla þá baráttu sem við höfum yfir að ráða,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir tap gegn Ungverjalandi, 72-50, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. 21. nóvember 2015 21:28 Helenu vantar bara eitt stig í viðbót Ísland spilar í kvöld sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2017 og nánast öruggt er að Helena Sverrisdóttir muni þá skora sitt þúsundasta landsliðsstig. Það er við hæfi að hún geri það á sínum gamla heimavelli í Ungverjalandi. 21. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir spiluðu vel í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2017 en þær voru báðar að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni. Það hafa ekki margar íslenskar landsliðskonur hafa gert betur í frumraun sinni í Evrópukeppni en þær Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir. KKÍ tók þetta saman á síðu sinni. Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum úti í Ungverjalandi en hún skoraði 12 stig í leiknum, sex stig í hvorum hálfleik. Hún komst í hóp með þeim sem hafa skorað flest stig í frumraun sinni í Evrópukeppni. Það eru í raun bara tveir leikmenn sem hafa skorað meira en Gunnhildur í sínum fyrsta leik í Evrópukeppni.Það er þær Helena Sverrisdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Birna er einnig sú eina sem hefur skorað fleiri þrista en Gunnhildur í frumraun sinni í Evrópukeppni. Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig í fyrsta EM-leiknum sínum sem var á móti Hollandi í Rotterdam 9. september 2006 en Birna Valgarðsdóttir skoraði 16 stig í þessum sama leik sem var fyrsti Evrópuleikur íslenska kvennalandsliðsins. Birna skoraði þrjár þriggja stiga körfur í þessum fyrsta leik sínum en Gunnhildur skoraði tvo þrista á móti Ungverjum á laugardaginn. Tvær aðrar hafa skorað tvær þriggja stiga körfur í fyrsta EM-leiknum en það eru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir. Sandra Lind Þrastardóttir lék einnig sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Miskolc og tók í honum níu fráköst þar af sex þeirra í sókn. Tveir leikmenn hafa náð að taka fleiri fráköst í sínum fyrsta EM-leik en það eru þær Signý Hermannsdóttir (13) og Helena Sverrisdóttir (10).Flest stig í sínum fyrsta EM-leik: Helena Sverrisdóttir (Holland, 2006) 25 stig Birna Valgarðsdóttir (Holland, 2006) 16 stigGunnhildur Gunnarsdóttir (Ungverjaland, 2015) 12 stig Signý Hermannsdóttir (Holland, 2006) 8 stig Kristrún Sigurjónsdóttir (Holland, 2006) 8 stig Svava Ósk Stefánsdóttir (Holland, 2007) 6 stig María Ben Erlingsdóttir (Holland, 2006) 2 stig Hildur Sigurðardóttir (Holland, 2006) 2 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir (Slóvenía, 2008) 2 stig Sandra Lind Þrastardóttir (Ungverjaland, 2015) 1 stigFlest fráköst í sínum fyrsta EM-leik: Signý Hermannsdóttir (Holland, 2006) 13 fráköst Helena Sverrisdóttir (Holland, 2006) 10 fráköstSandra Lind Þrastardóttir (Ungverjaland, 2015) 9 fráköst Kristrún Sigurjónsdóttir (Holland, 2006) 5 fráköst Pálína Gunnlaugsdóttir (Holland, 2006) 5 fráköst Gunnhildur Gunnarsdóttir (Ungverjaland, 2015) 4 fráköst María Ben Erlingsdóttir Holland 2006 4 fráköst Unnur Tara Jónsdóttir(Holland, 2007) 4 fráköst
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Helena: Tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum „Þetta var og stórt tap og gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum.“ 22. nóvember 2015 11:00 Helena og Gunnhildur hafa spilað alla leikina frá upprisunni Tvær landsliðskonur hafa spilað alla 19 landsleiki Íslands frá því að íslenska kvennalandsliðið var endurvakið árið 2012. 20. nóvember 2015 16:00 Ísland tapaði fyrir Ungverjum: „Í fyrsta skipti í langan tíma sem maður var stressaður“ „Mér fannst við bara sýna alla þá baráttu sem við höfum yfir að ráða,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir tap gegn Ungverjalandi, 72-50, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. 21. nóvember 2015 21:28 Helenu vantar bara eitt stig í viðbót Ísland spilar í kvöld sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2017 og nánast öruggt er að Helena Sverrisdóttir muni þá skora sitt þúsundasta landsliðsstig. Það er við hæfi að hún geri það á sínum gamla heimavelli í Ungverjalandi. 21. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Helena: Tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum „Þetta var og stórt tap og gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum.“ 22. nóvember 2015 11:00
Helena og Gunnhildur hafa spilað alla leikina frá upprisunni Tvær landsliðskonur hafa spilað alla 19 landsleiki Íslands frá því að íslenska kvennalandsliðið var endurvakið árið 2012. 20. nóvember 2015 16:00
Ísland tapaði fyrir Ungverjum: „Í fyrsta skipti í langan tíma sem maður var stressaður“ „Mér fannst við bara sýna alla þá baráttu sem við höfum yfir að ráða,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir tap gegn Ungverjalandi, 72-50, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. 21. nóvember 2015 21:28
Helenu vantar bara eitt stig í viðbót Ísland spilar í kvöld sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2017 og nánast öruggt er að Helena Sverrisdóttir muni þá skora sitt þúsundasta landsliðsstig. Það er við hæfi að hún geri það á sínum gamla heimavelli í Ungverjalandi. 21. nóvember 2015 09:00