Renault Espace með 25-falda NOx mengun Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 15:57 Renault Espace í mengunarmælingu. Autonews Þýsku DUH umhverfissamtökin hafa greint frá að Renault Espace með 1,6 lítra dCi dísilvél blási út 25 sinnum meiri nituroxíðmengun (NOx) en uppgefin er hjá framleiðandanum. Er svo mikil mengun á pari við það sem Volkswagen bílar mældust með í samskonar prófunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Mengunarmæling bílsins fór fram í Bern í Sviss og var framkvæmd af háskóla þar (University of Applied Sciences). Eins og hefur hér áður verið greint frá mun Evrópusambandið birta niðurstöður úr mælingunum í Bern í þessari viku og ef þær eru í takt við þessar niðurstöður fyrir Renault Espace er það ekki einungis Volkswagen sem sekt er um að greina ranglega frá nituroxíðmengun bíla sinna. Þá vaknar upp sú spurning hvort þeim verði öllum refsað grimmilega eins og í stefnir í tilfelli Volkswagen eða hvort niðurstöðurnar verði einmitt til að refsingar Volkswagen verði vægari á grundvelli þess að allir bílaframleiðendur séu sekir. Það myndi enn frekar ýta undir andstöðu fólks við dísilvélar sem spúa frá sér mun hættulegri efnum en bensínvélar gera og í mun meira magni en áður var talið. Stofnandi International Council on Clean Transportation (ICCT), Axel Friedrich, segir um þessar niðurstöður að það sé hreinlega með ólíkindum að bílar með svokallaðar nútíma dísilvélar sem spúa svo mikilli mengun beint í lungu okkar fái að vera á götunum. Réttast væri að fjarlægja þá alla. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Þýsku DUH umhverfissamtökin hafa greint frá að Renault Espace með 1,6 lítra dCi dísilvél blási út 25 sinnum meiri nituroxíðmengun (NOx) en uppgefin er hjá framleiðandanum. Er svo mikil mengun á pari við það sem Volkswagen bílar mældust með í samskonar prófunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Mengunarmæling bílsins fór fram í Bern í Sviss og var framkvæmd af háskóla þar (University of Applied Sciences). Eins og hefur hér áður verið greint frá mun Evrópusambandið birta niðurstöður úr mælingunum í Bern í þessari viku og ef þær eru í takt við þessar niðurstöður fyrir Renault Espace er það ekki einungis Volkswagen sem sekt er um að greina ranglega frá nituroxíðmengun bíla sinna. Þá vaknar upp sú spurning hvort þeim verði öllum refsað grimmilega eins og í stefnir í tilfelli Volkswagen eða hvort niðurstöðurnar verði einmitt til að refsingar Volkswagen verði vægari á grundvelli þess að allir bílaframleiðendur séu sekir. Það myndi enn frekar ýta undir andstöðu fólks við dísilvélar sem spúa frá sér mun hættulegri efnum en bensínvélar gera og í mun meira magni en áður var talið. Stofnandi International Council on Clean Transportation (ICCT), Axel Friedrich, segir um þessar niðurstöður að það sé hreinlega með ólíkindum að bílar með svokallaðar nútíma dísilvélar sem spúa svo mikilli mengun beint í lungu okkar fái að vera á götunum. Réttast væri að fjarlægja þá alla.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent