Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi sæunn gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 09:00 Dæmi eru um að fórnarlömb mansals starfi í rækjuiðnaðinum í Taílandi. vísir/epa Matvælaframleiðandinn Nestlé hefur tilkynnt að birgjar sjávarafurða þeirra hafi misnotað starfsmenn sína í Taílandi. Nestlé er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem á í slíkum vandræðum í Taílandi. Taíland er stærsti rækjuframleiðandi heims. Margir sem vinna í rækjugeiranum eru fórnarlömb mansals. Starfsfólkið vinnur við hættulegar aðstæður, býr í lélegu húsnæði og er jafnvel stórskuldugt þar sem það þarf að greiða háar fjárhæðir til þess að fá vinnu við að veiða og vinna fisk, sem endar svo hjá fyrirtækjum á borð við Nestlé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Verité, bandarískur hópur sem beitir sér fyrir öruggum, sanngjörnum og löglegum vinnuskilyrðum , vann fyrir fyrirtækið. Nestlé er einn stærsti matvælaframleiðandi heims, og framleiðir meðal annars Perrier, Haagen-Dazs, Cheerios og Nescafé. Í nýju skýrslunni er máluð dökk mynd af starfsmönnum birgja þess í Taílandi. Þar kemur fram að margir hafa verið ginntir til starfa í geiranum með gylliboðum en hafi svo oft ekki fengið greidd laun á meðan haldið var í skilríkin þeirra. Nestlé er ekki fyrsta sem sakað er um sambærilegt framferði. CNN Money greinir frá því að í ágúst var lögð fram kæra í Kaliforníu gegn Costco þar sem þess var krafist að fyrirtækið merkti rækjur sem það seldi sem framleiðslu fólks í ánauð. Einnig var gerð krafa um að Costco hætti að kaupa rækjur af taílenska birginum. Á mánudaginn sögðu talsmenn Nestlé í tilkynningu að fyrirtækið væri að vinna að því að bæta aðstöðu starfsfólks, meðal annars með því að fylgjast með hvaðan hráefni í vörur þeirra kemur, með því að þjálfa skipstjóra veiðibáta og með auknu eftirliti. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Matvælaframleiðandinn Nestlé hefur tilkynnt að birgjar sjávarafurða þeirra hafi misnotað starfsmenn sína í Taílandi. Nestlé er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem á í slíkum vandræðum í Taílandi. Taíland er stærsti rækjuframleiðandi heims. Margir sem vinna í rækjugeiranum eru fórnarlömb mansals. Starfsfólkið vinnur við hættulegar aðstæður, býr í lélegu húsnæði og er jafnvel stórskuldugt þar sem það þarf að greiða háar fjárhæðir til þess að fá vinnu við að veiða og vinna fisk, sem endar svo hjá fyrirtækjum á borð við Nestlé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Verité, bandarískur hópur sem beitir sér fyrir öruggum, sanngjörnum og löglegum vinnuskilyrðum , vann fyrir fyrirtækið. Nestlé er einn stærsti matvælaframleiðandi heims, og framleiðir meðal annars Perrier, Haagen-Dazs, Cheerios og Nescafé. Í nýju skýrslunni er máluð dökk mynd af starfsmönnum birgja þess í Taílandi. Þar kemur fram að margir hafa verið ginntir til starfa í geiranum með gylliboðum en hafi svo oft ekki fengið greidd laun á meðan haldið var í skilríkin þeirra. Nestlé er ekki fyrsta sem sakað er um sambærilegt framferði. CNN Money greinir frá því að í ágúst var lögð fram kæra í Kaliforníu gegn Costco þar sem þess var krafist að fyrirtækið merkti rækjur sem það seldi sem framleiðslu fólks í ánauð. Einnig var gerð krafa um að Costco hætti að kaupa rækjur af taílenska birginum. Á mánudaginn sögðu talsmenn Nestlé í tilkynningu að fyrirtækið væri að vinna að því að bæta aðstöðu starfsfólks, meðal annars með því að fylgjast með hvaðan hráefni í vörur þeirra kemur, með því að þjálfa skipstjóra veiðibáta og með auknu eftirliti.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira