Handbolti

Ljónin lögðu Refina í Íslendingaslag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander var öflugur í kvöld.
Alexander var öflugur í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen komst aftur á sigurbraut í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld þegar liðið lagði Erling Richardsson og lærisveina hans í Füchse Berlín, 28-26.

Löwen byrjaði tímabilið með þrettán sigrum í röð en tapaði svo í síðustu umferð toppslagnum gegn Melsungen. Tapið í kvöld batt enda á þriggja leikja sigurhrinu refanna frá Berlín.

Löwen var 14-11 yfir í hálfleik og hafði fjögurra marka forskot, 27-23, þegar fjórar mínútur voru eftir. Bjarki Már Elísson skoraði þá tvö mörk í röð úr vítaköstum og minnkaði muninn í tvö mörk, 27-25.

Ljónin héldu út og unnu sterkan heimasigur, 28-26. Alexander Petersson var næstmarkahæstur í liði heimamanna í Löwen með fimm mörk, en hornamaðurinn Uwe Gensheimer skoraði níu mörk.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk úr vítaköstum fyrir gestina, en Petar Nenadic var markahæstur á vellinumi fyrir Füchse með tíu mörk.

Rhein-Neckar Löwen er sem fyrr á toppnum með 28 stig eftir 15 umferðir, en Berlínarrefirnir eru í fimmta sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×