„Lítum á þetta sem hreingerningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2015 18:44 Ólögleg efni. vísir/getty Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu. Aðrar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu.
Aðrar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira