Þakkargjörðarmartröð fyrir Dallas og Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2015 07:43 Tony Romo meiddist, enn og aftur, í nótt. Vísir/Getty Að venju fóru þrír leikir fram í NFL-deildinni í gær, á þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum, en fátt virðist geta stöðvað Carolina Panthers. Carolina vann stórsigur á Dallas, 33-14, og hefur þar með unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Þetta var í raun síðasti möguleiki Dallas á að komast í úrslitakeppnina en kvöldið var hrein martröð fyrir stuðningsmenn liðsins. Leikstjórnandinn Tony Romo, sem er nýkominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla, meiddist aftur í leiknum í nótt. Talið er að Romo, sem var frá vegna viðbeinsbrots, hafi brotnað aftur á sama stað eftir að hann var tekinn niður í leiknum af varnarmanni Charlotte. Dallas hefur nú unnið þrjá leiki af ellefu en hin liðin í austurriðli Þjóðardeildarinnar hafa unnið aðeins fjóra eða fimm. En þar sem að Dallas tapaði öllum sjö leikjunum í fjarveru Romo fyrr á tímabilinu er fátt sem bendir til þess að liðið geti gert nóg á þeim fimm vikum sem eru eftir fram að úrslitakeppni til að vinna riðilinn. Rodgers óskar Cutler til hamingju með sigurinn.Vísir/Getty Cutler hafði betur gegn Rodgers Green Bay tapaði óvænt á heimavelli fyrir Chicago, 17-13. Þetta var annað tap Green Bay á heimavelli í röð sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðustu vikur og kastaði boltanum frá sér þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jay Cutler, leikstjóranndi Chicago, gerði svo nóg til að klára leikinn. Green Bay missti þar með efsta sæti í norðurriðli Ameríkudeildarinnar en Minnesota er efst. Bæði lið eru með sjö sigra en Minnesota leikur um helgina gegn Atlanta á útivelli. Chicago er í þriðja sæti með fimm sigra og heldur í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Calvin Johnson skoraði þrjú snertimörk gegn Eagles.Vísir/Getty Ljónin fóru illa með ernina Detroit Lions er neðst í þessum sama riðli en í gær gersigraði liðið Philadelphia Eagles, 45-14. Philadelphia er hins vegar í sama riðli og Dallas, austurriðli Þjóðardeildarinnar, og er aðeins einum sigri frá toppliði New York Giants. Sigurvegari hvers riðils fer áfram í úrslitakeppninna ásamt tveimur bestu liðunum þar á eftir úr hvorri deild, Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni.Staðan í NFL-deildinni. Fjöldamargir leikir fara að venju fram á sunnudaginn en leikur Seattle Seahawks og Pittsburgh Steelers verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brett Favre sneri aftur til Green Bay í nótt en treyja þessa fyrrum leikstjórnanda liðsins, númer 4, verður ekki aftur notuð hjá félaginu honum til heiðurs.Vísir/Getty NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sjá meira
Að venju fóru þrír leikir fram í NFL-deildinni í gær, á þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum, en fátt virðist geta stöðvað Carolina Panthers. Carolina vann stórsigur á Dallas, 33-14, og hefur þar með unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Þetta var í raun síðasti möguleiki Dallas á að komast í úrslitakeppnina en kvöldið var hrein martröð fyrir stuðningsmenn liðsins. Leikstjórnandinn Tony Romo, sem er nýkominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla, meiddist aftur í leiknum í nótt. Talið er að Romo, sem var frá vegna viðbeinsbrots, hafi brotnað aftur á sama stað eftir að hann var tekinn niður í leiknum af varnarmanni Charlotte. Dallas hefur nú unnið þrjá leiki af ellefu en hin liðin í austurriðli Þjóðardeildarinnar hafa unnið aðeins fjóra eða fimm. En þar sem að Dallas tapaði öllum sjö leikjunum í fjarveru Romo fyrr á tímabilinu er fátt sem bendir til þess að liðið geti gert nóg á þeim fimm vikum sem eru eftir fram að úrslitakeppni til að vinna riðilinn. Rodgers óskar Cutler til hamingju með sigurinn.Vísir/Getty Cutler hafði betur gegn Rodgers Green Bay tapaði óvænt á heimavelli fyrir Chicago, 17-13. Þetta var annað tap Green Bay á heimavelli í röð sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðustu vikur og kastaði boltanum frá sér þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jay Cutler, leikstjóranndi Chicago, gerði svo nóg til að klára leikinn. Green Bay missti þar með efsta sæti í norðurriðli Ameríkudeildarinnar en Minnesota er efst. Bæði lið eru með sjö sigra en Minnesota leikur um helgina gegn Atlanta á útivelli. Chicago er í þriðja sæti með fimm sigra og heldur í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Calvin Johnson skoraði þrjú snertimörk gegn Eagles.Vísir/Getty Ljónin fóru illa með ernina Detroit Lions er neðst í þessum sama riðli en í gær gersigraði liðið Philadelphia Eagles, 45-14. Philadelphia er hins vegar í sama riðli og Dallas, austurriðli Þjóðardeildarinnar, og er aðeins einum sigri frá toppliði New York Giants. Sigurvegari hvers riðils fer áfram í úrslitakeppninna ásamt tveimur bestu liðunum þar á eftir úr hvorri deild, Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni.Staðan í NFL-deildinni. Fjöldamargir leikir fara að venju fram á sunnudaginn en leikur Seattle Seahawks og Pittsburgh Steelers verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brett Favre sneri aftur til Green Bay í nótt en treyja þessa fyrrum leikstjórnanda liðsins, númer 4, verður ekki aftur notuð hjá félaginu honum til heiðurs.Vísir/Getty
NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sjá meira