Styrkjum lögregluna Ögmundur Jónasson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Starf lögreglumanns er án efa eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Það getur verið vandasamt, krefst góðrar menntunar, margvíslegrar þjálfunar og innsæis auk þess að til lögreglustarfa eiga aðeins að veljast vel gerðir og yfirvegaðir einstaklingar. Þannig þarf að búa að menntun lögreglumanna, kjörum þeirra og starfsaðstöðu að nákvæmlega svona einstaklingar veljist til starfans. Á árunum eftir hrun sætti lögreglan miklum niðurskurði eins og annar rekstur á vegum hins opinbera. Á ársgrundvelli nam niðurskurðurinn um þremur milljörðum króna. Munar um minna. Sem ráðherra í ríkisstjórn bar ég ábyrgð á þessum niðurskurði. Þeirri ábyrgð mætti ég með því að hlaupast aldrei undan henni heldur gera skilmerkilega og heiðarlega grein fyrir niðurskurðinum og afleiðingum hans. Undir lok síðasta kjörtímabils, þegar hylla tók undir betri tíð, var þverpólitískri nefnd falið að gera tillögur um hvernig standa skyldi að endurreisn lögreglunnar. Sammæltust þingmenn úr öllum flokkum um að bæta upp það sem skorið hefði verið niður og bæta síðan um betur, þótt ég minnti á við umræðu um málið að það yrði að ráðast af efnahagnum hve fljótt það gæti gerst. En hinn þverpólitíski vilji var fyrir hendi.Grundvallaratriðið Sjálfur hafði ég á fjölmörgum fundum með lögreglumönnum, sannfærst um að grundvallaratriði væri að lögreglan sjálf byggi við öryggi. Það væri forsenda þess að hún gæti veitt samfélaginu tilhlýðilega vernd. Alltof mörg dæmi heyrði ég um fáskipaðar vaktir að sinna verkefnum sem aðeins voru á færi fjölmenns hóps. Sums staðar á landsbyggðinni var ástandið svo slæmt að jafnvel einn lögreglumaður þurfti að sinna erfiðum verkefnum þar sem iðulega var um langan veg að fara. Sama gilti um búnað. Hann var ekki alls staðar sem skyldi. Mikilvægasta tæki lögreglumannsins er farartækið. Þegar farið var að þrengja að lögreglunni fjárhagslega var ein leiðin sú að setja þak á leyfilega keyrslu hverrar bifreiðar. Að sjálfsögðu var þetta gert með þeim sveigjanleika að fyrirkomulagið raskaði ekki grundvallaröryggi. Þegar hins vegar allt þetta lagðist saman – niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það öryggi sem við sækjumst eftir. Veik lögregla með byssur er ekki það sem við þurfum á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Starf lögreglumanns er án efa eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Það getur verið vandasamt, krefst góðrar menntunar, margvíslegrar þjálfunar og innsæis auk þess að til lögreglustarfa eiga aðeins að veljast vel gerðir og yfirvegaðir einstaklingar. Þannig þarf að búa að menntun lögreglumanna, kjörum þeirra og starfsaðstöðu að nákvæmlega svona einstaklingar veljist til starfans. Á árunum eftir hrun sætti lögreglan miklum niðurskurði eins og annar rekstur á vegum hins opinbera. Á ársgrundvelli nam niðurskurðurinn um þremur milljörðum króna. Munar um minna. Sem ráðherra í ríkisstjórn bar ég ábyrgð á þessum niðurskurði. Þeirri ábyrgð mætti ég með því að hlaupast aldrei undan henni heldur gera skilmerkilega og heiðarlega grein fyrir niðurskurðinum og afleiðingum hans. Undir lok síðasta kjörtímabils, þegar hylla tók undir betri tíð, var þverpólitískri nefnd falið að gera tillögur um hvernig standa skyldi að endurreisn lögreglunnar. Sammæltust þingmenn úr öllum flokkum um að bæta upp það sem skorið hefði verið niður og bæta síðan um betur, þótt ég minnti á við umræðu um málið að það yrði að ráðast af efnahagnum hve fljótt það gæti gerst. En hinn þverpólitíski vilji var fyrir hendi.Grundvallaratriðið Sjálfur hafði ég á fjölmörgum fundum með lögreglumönnum, sannfærst um að grundvallaratriði væri að lögreglan sjálf byggi við öryggi. Það væri forsenda þess að hún gæti veitt samfélaginu tilhlýðilega vernd. Alltof mörg dæmi heyrði ég um fáskipaðar vaktir að sinna verkefnum sem aðeins voru á færi fjölmenns hóps. Sums staðar á landsbyggðinni var ástandið svo slæmt að jafnvel einn lögreglumaður þurfti að sinna erfiðum verkefnum þar sem iðulega var um langan veg að fara. Sama gilti um búnað. Hann var ekki alls staðar sem skyldi. Mikilvægasta tæki lögreglumannsins er farartækið. Þegar farið var að þrengja að lögreglunni fjárhagslega var ein leiðin sú að setja þak á leyfilega keyrslu hverrar bifreiðar. Að sjálfsögðu var þetta gert með þeim sveigjanleika að fyrirkomulagið raskaði ekki grundvallaröryggi. Þegar hins vegar allt þetta lagðist saman – niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það öryggi sem við sækjumst eftir. Veik lögregla með byssur er ekki það sem við þurfum á að halda.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun