Trump dregur ekki í land með „fagnandi múslima“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2015 22:30 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum. Vísir/EPA Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að hann hafi „hundrað prósent“ haft rétt fyrir sér þegar hann sagðist hafa séð þúsundir múslima í New Jersey fagna árásunum á tvíburaturnana í september 2001. Þrátt fyrir það hefur enginn staðfest að þetta hafi átt sér stað og lögreglan og embættismenn í New Jersey segja þetta rangt. Þar að auki hefur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersy, sem einnig tekur þátt í forvali Repúblikana til forsetakosninga á næsta ára, sagt að þetta hafi ekki gerst. Trump sagði í dag að hann hefði heyrt frá hundruðum annarra sem hafi orðið vitni að fagnaðarlátunum. Þá hafi myndbönd af fagnaðarlátunum verið birt víða sem sanni mál hans.Sjá einnig:Donald Trump hæddist að fötlun blaðamannsÞetta sagði Trump í viðtali við NBC í dag. Þegar spyrillinn spurði hann hvort að það væri ekki líklegt að aðrir sem hafi sagt Trump að þeir hafi einnig orðið vitni að fagnaðarlátunum séu ekki stuðningsmenn hans og vilji vera sammála honum greip Trump fram í. Hann benti á að í New Jersey búa fjölmargir múslímar. „Af hverju ætti þetta ekki að hafa gerst. Hundruð manns hafa hringt í mig og sent mér tíst, þar sem þau segjast einnig hafa séð þetta og að ég hafi 100 prósent rétt fyrir mér,“ sagði Trump. Hann sagði einnig að fréttir hafi birst frá öllum hornum heimsins af því að múslímar hefðu fagnað falli tvíburaturnana. Spyrillinn sagði þá að það hefði ekki gerst í New Jersey. „Víst gerðist það í New Jersey. Ég er mjög minnugur. Ég sá þetta einhversstaðar í sjónvarpinu fyrir mörgum árum og ég gleymi því aldrei.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að hann hafi „hundrað prósent“ haft rétt fyrir sér þegar hann sagðist hafa séð þúsundir múslima í New Jersey fagna árásunum á tvíburaturnana í september 2001. Þrátt fyrir það hefur enginn staðfest að þetta hafi átt sér stað og lögreglan og embættismenn í New Jersey segja þetta rangt. Þar að auki hefur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersy, sem einnig tekur þátt í forvali Repúblikana til forsetakosninga á næsta ára, sagt að þetta hafi ekki gerst. Trump sagði í dag að hann hefði heyrt frá hundruðum annarra sem hafi orðið vitni að fagnaðarlátunum. Þá hafi myndbönd af fagnaðarlátunum verið birt víða sem sanni mál hans.Sjá einnig:Donald Trump hæddist að fötlun blaðamannsÞetta sagði Trump í viðtali við NBC í dag. Þegar spyrillinn spurði hann hvort að það væri ekki líklegt að aðrir sem hafi sagt Trump að þeir hafi einnig orðið vitni að fagnaðarlátunum séu ekki stuðningsmenn hans og vilji vera sammála honum greip Trump fram í. Hann benti á að í New Jersey búa fjölmargir múslímar. „Af hverju ætti þetta ekki að hafa gerst. Hundruð manns hafa hringt í mig og sent mér tíst, þar sem þau segjast einnig hafa séð þetta og að ég hafi 100 prósent rétt fyrir mér,“ sagði Trump. Hann sagði einnig að fréttir hafi birst frá öllum hornum heimsins af því að múslímar hefðu fagnað falli tvíburaturnana. Spyrillinn sagði þá að það hefði ekki gerst í New Jersey. „Víst gerðist það í New Jersey. Ég er mjög minnugur. Ég sá þetta einhversstaðar í sjónvarpinu fyrir mörgum árum og ég gleymi því aldrei.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira