Trump dregur ekki í land með „fagnandi múslima“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2015 22:30 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum. Vísir/EPA Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að hann hafi „hundrað prósent“ haft rétt fyrir sér þegar hann sagðist hafa séð þúsundir múslima í New Jersey fagna árásunum á tvíburaturnana í september 2001. Þrátt fyrir það hefur enginn staðfest að þetta hafi átt sér stað og lögreglan og embættismenn í New Jersey segja þetta rangt. Þar að auki hefur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersy, sem einnig tekur þátt í forvali Repúblikana til forsetakosninga á næsta ára, sagt að þetta hafi ekki gerst. Trump sagði í dag að hann hefði heyrt frá hundruðum annarra sem hafi orðið vitni að fagnaðarlátunum. Þá hafi myndbönd af fagnaðarlátunum verið birt víða sem sanni mál hans.Sjá einnig:Donald Trump hæddist að fötlun blaðamannsÞetta sagði Trump í viðtali við NBC í dag. Þegar spyrillinn spurði hann hvort að það væri ekki líklegt að aðrir sem hafi sagt Trump að þeir hafi einnig orðið vitni að fagnaðarlátunum séu ekki stuðningsmenn hans og vilji vera sammála honum greip Trump fram í. Hann benti á að í New Jersey búa fjölmargir múslímar. „Af hverju ætti þetta ekki að hafa gerst. Hundruð manns hafa hringt í mig og sent mér tíst, þar sem þau segjast einnig hafa séð þetta og að ég hafi 100 prósent rétt fyrir mér,“ sagði Trump. Hann sagði einnig að fréttir hafi birst frá öllum hornum heimsins af því að múslímar hefðu fagnað falli tvíburaturnana. Spyrillinn sagði þá að það hefði ekki gerst í New Jersey. „Víst gerðist það í New Jersey. Ég er mjög minnugur. Ég sá þetta einhversstaðar í sjónvarpinu fyrir mörgum árum og ég gleymi því aldrei.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að hann hafi „hundrað prósent“ haft rétt fyrir sér þegar hann sagðist hafa séð þúsundir múslima í New Jersey fagna árásunum á tvíburaturnana í september 2001. Þrátt fyrir það hefur enginn staðfest að þetta hafi átt sér stað og lögreglan og embættismenn í New Jersey segja þetta rangt. Þar að auki hefur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersy, sem einnig tekur þátt í forvali Repúblikana til forsetakosninga á næsta ára, sagt að þetta hafi ekki gerst. Trump sagði í dag að hann hefði heyrt frá hundruðum annarra sem hafi orðið vitni að fagnaðarlátunum. Þá hafi myndbönd af fagnaðarlátunum verið birt víða sem sanni mál hans.Sjá einnig:Donald Trump hæddist að fötlun blaðamannsÞetta sagði Trump í viðtali við NBC í dag. Þegar spyrillinn spurði hann hvort að það væri ekki líklegt að aðrir sem hafi sagt Trump að þeir hafi einnig orðið vitni að fagnaðarlátunum séu ekki stuðningsmenn hans og vilji vera sammála honum greip Trump fram í. Hann benti á að í New Jersey búa fjölmargir múslímar. „Af hverju ætti þetta ekki að hafa gerst. Hundruð manns hafa hringt í mig og sent mér tíst, þar sem þau segjast einnig hafa séð þetta og að ég hafi 100 prósent rétt fyrir mér,“ sagði Trump. Hann sagði einnig að fréttir hafi birst frá öllum hornum heimsins af því að múslímar hefðu fagnað falli tvíburaturnana. Spyrillinn sagði þá að það hefði ekki gerst í New Jersey. „Víst gerðist það í New Jersey. Ég er mjög minnugur. Ég sá þetta einhversstaðar í sjónvarpinu fyrir mörgum árum og ég gleymi því aldrei.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira