Lettinn treður sér bókstaflega inn í hjörtu stuðningsmanna Knicks | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 17:00 Kristaps Porzingis nýtir sentimetrana 221 mjög vel. vísir/getty Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis: NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis:
NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn