„Standing ovation“ á sinfó 22. okt. 2015 Þór Rögnvaldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun