Telur kærunefnd sitja báðum megin borðs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Kheira og Riad, níu ára sonur hennar, segja aðstæður hælisleitenda í Frakklandi vera skelfilegar. vísir/vilhelm Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar. Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar.
Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira